Uppgjör föllnu bankanna tryggir ríkissjóði hundruð milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2015 12:20 Fjármálaráðherra segir samninga við þrotabú föllnu bankanna lækka vaxtakostnað ríkissjóðs um tugi milljarða og geta fært ríkissjóði vel yfir 500 milljarða til lækkunar skulda. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að það sé mikill léttir að samnngar hafi tekist við þrotabú föllnu bankanna. Þeir muni spara ríkissjóði tugi milljarða í greiðslu vaxta af lánum og tryggja ríkissjóði yfir fimm hundruð milljarða króna sem nýtist til lækkunar skulda ríkissjóðs. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að fara yfir samkomulag sem er í burðrliðnum við slitabú föllnu bankanna og ríkisstjórnin hefur boðað til fréttamannafundar klukkan þrjú í dag til að kynna niðurstöðuna fyrir almenningi. Fundurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Tillögur slitabúanna gera meðal annars ráð fyrir að íslenska ríkið taki yfir Íslandsbanka en áður hefur komið fram að gömlu bankarnir séu að auki tilbúnir að greiða um 330 milljarða í stöðugleikaframlag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að lagt hafi verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að rýmka þann tímaramma sem gefin var í lögum í vor til að ná samningum við slitabúin um stöðugleikaframlag. „En það er verið að vinna þetta allt innan sömu skilyrða og á grundvelli sömu aðferðarfræði og við kynntum til sögunnar í vor. Við hins vegar tókum fram á þeim tíma að við myndum greiða fyrir gerð nauðasamninga eftir því sem hægt væri,“ segir Bjarni.Fjármálaráðherra glaður yfir niðurstöðunni Eignir kröfuhafa föllnu bankanna og uppgjör á þeim hafa hvílt eins og mara á þjóðinni allt frá hruni bankanna og miklu skiptir fyrir þjóðarbúið hvernig til tekst. Seðlabankastjóri hefur orðað það þannig að það sé aðeins eitt skot í byssunni við uppgjör föllnu bankanna. „Ég er afskaplega glaður með það hvert við erum komin í þessu máli. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög farsæl niðurstaða úr þessari þröngu, ómögulegu stöðu sem við höfum verið í síðan 2008. Gleymum því ekki hversu lengi þetta hefur varað, í sjö heil ár. Nú erum við komin með lausn sem mér sýnist á næstu mánuðum muni leiða til þess að við losnum við uppgjör slitabúanna sem sérstaka ógn við stöðugleika á Íslandi og yfir því ber að gleðjast,“ segir fjármálaráðherra. Í framhaldinu þurfi að fara fram útboð á aflandskrónu hlutanum og eftir það sé komin upp staða til að létta höftum af raunhagkerfinu á Íslandi. Bjarni segir uppgjör þrotabúanna nýtast til lækkunar skulda ríkissjóðs. Hins vegar komi hluti stöðugleikaframlags bankanna ekki fram sem reiðufé heldur sem eignir. Það ráðist því á einhverjum tíma hvernig eignirnar nýtist. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs muni lækka um tugi miljarða vegna þessara samninga.Erum við að tala í heildina þegar upp er staðið að þetta verði um fimmhundruð milljarðar? „Það er ekki fjarri lagi að líta þannig á þegar við horfum á þá skatta sem við höfum lagt á búin og bein framlög. Þá er þetta það. En þetta getur líka orðið hærri tala eftir því hvernig spilast úr verðmætum þeirra eigna sem ríkinu eru afhentar í tengslum við þetta mál,“ segir Bjarni Benediktsson.Frekari fréttir af aðgerðum stjórnvalda og fundinum í dag má sjá hér að neðan. Þar má einnig finna skjal ráðuneytisins, Áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17 Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé mikill léttir að samnngar hafi tekist við þrotabú föllnu bankanna. Þeir muni spara ríkissjóði tugi milljarða í greiðslu vaxta af lánum og tryggja ríkissjóði yfir fimm hundruð milljarða króna sem nýtist til lækkunar skulda ríkissjóðs. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að fara yfir samkomulag sem er í burðrliðnum við slitabú föllnu bankanna og ríkisstjórnin hefur boðað til fréttamannafundar klukkan þrjú í dag til að kynna niðurstöðuna fyrir almenningi. Fundurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Tillögur slitabúanna gera meðal annars ráð fyrir að íslenska ríkið taki yfir Íslandsbanka en áður hefur komið fram að gömlu bankarnir séu að auki tilbúnir að greiða um 330 milljarða í stöðugleikaframlag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að lagt hafi verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að rýmka þann tímaramma sem gefin var í lögum í vor til að ná samningum við slitabúin um stöðugleikaframlag. „En það er verið að vinna þetta allt innan sömu skilyrða og á grundvelli sömu aðferðarfræði og við kynntum til sögunnar í vor. Við hins vegar tókum fram á þeim tíma að við myndum greiða fyrir gerð nauðasamninga eftir því sem hægt væri,“ segir Bjarni.Fjármálaráðherra glaður yfir niðurstöðunni Eignir kröfuhafa föllnu bankanna og uppgjör á þeim hafa hvílt eins og mara á þjóðinni allt frá hruni bankanna og miklu skiptir fyrir þjóðarbúið hvernig til tekst. Seðlabankastjóri hefur orðað það þannig að það sé aðeins eitt skot í byssunni við uppgjör föllnu bankanna. „Ég er afskaplega glaður með það hvert við erum komin í þessu máli. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög farsæl niðurstaða úr þessari þröngu, ómögulegu stöðu sem við höfum verið í síðan 2008. Gleymum því ekki hversu lengi þetta hefur varað, í sjö heil ár. Nú erum við komin með lausn sem mér sýnist á næstu mánuðum muni leiða til þess að við losnum við uppgjör slitabúanna sem sérstaka ógn við stöðugleika á Íslandi og yfir því ber að gleðjast,“ segir fjármálaráðherra. Í framhaldinu þurfi að fara fram útboð á aflandskrónu hlutanum og eftir það sé komin upp staða til að létta höftum af raunhagkerfinu á Íslandi. Bjarni segir uppgjör þrotabúanna nýtast til lækkunar skulda ríkissjóðs. Hins vegar komi hluti stöðugleikaframlags bankanna ekki fram sem reiðufé heldur sem eignir. Það ráðist því á einhverjum tíma hvernig eignirnar nýtist. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs muni lækka um tugi miljarða vegna þessara samninga.Erum við að tala í heildina þegar upp er staðið að þetta verði um fimmhundruð milljarðar? „Það er ekki fjarri lagi að líta þannig á þegar við horfum á þá skatta sem við höfum lagt á búin og bein framlög. Þá er þetta það. En þetta getur líka orðið hærri tala eftir því hvernig spilast úr verðmætum þeirra eigna sem ríkinu eru afhentar í tengslum við þetta mál,“ segir Bjarni Benediktsson.Frekari fréttir af aðgerðum stjórnvalda og fundinum í dag má sjá hér að neðan. Þar má einnig finna skjal ráðuneytisins, Áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta.
Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17 Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17
Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09