Griffin fór á æfingar með Donald Cerrone sem er kallaður Kúrekinn. Sá var hissa á að heyra hversu mikið væri tekist á inn á körfuboltavellinum.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað leikmenn eru lúmskir á vellinum. Menn ýta, toga og reyna að taka menn úr jafnvægi. Það er því gott fyrir Blake að finna betur sinn jafnvægispunkt og það er enginn að fara að ýta honum neitt núna," sagði Kúrekinn.
Hér að neðan má sjá þá takast á og ljóst að Griffin tók þetta mjög alvarlega.