Tölfræði segir sjaldan alla söguna og stundum bara allt aðra sögu eins og í tilfelli nýliða Hattar í fyrstu þremur umferðum Domino´s deildar karla í körfubolta.
Hattarmenn sitja á botni deildarinnar eftir þrjá leiki þar sem þeir hafa tapað fyrir Njarðvík, Grindavík og Snæfelli í fyrstu þremur umferðum tímabilsins.
Höttur er án stiga eins og hinir nýliðarnir í FSu en Hattarmenn hafa verra stigahlutfall og sitja því í botnsætinu.
Höttur er hinsvegar með bestu vörnina samkvæmt tölfræðinni því liðið hefur fengið fæst stig á sig að meðaltali í leik af öllum tólf liðum deildarinnar.
Höttur hefur fengið á sig 224 stig í þessum þremur leikjum eða aðeins 74,7 stig að meðaltali í leik.
Hér munar vissulega um það að Snæfellingar skoruðu bara 62 stig á þá í síðasta leik en stigin 62 dugðu engu að síður Hólmurum til að taka öll stigin með sér heim.
Vörn Hattarmanna hefur verið einstaklega öflug í fyrri hálfleiknum þar sem liðið hefur enn ekki fengið á sig 100 stig. Mótherjar Hattar hafa skorað 99 stig í fyrri hálfleik í leikjunum þremur eða 33,3 að meðaltali í leik.
Snæfell er með næstbestu vörnina (76,7 stig á sig í leik) og KR-ingar eru síðan í þriðja sæti (79,0 stig á sig í leik).
Það eru aðeins búnir þrír leikir og því er varla hægt að taka mikið á þeim en það breytir því ekki að það er afar sérstakt að liðið sem hefur fengið fæst stig á sig í leik sitji án sigurs í neðsta sæti deildarinnar.
Hafa tapað öllum leikjunum en eru samt með bestu vörnina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn


Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn