Porsche gæti unnið þolakstursmótaröðina næstu helgi Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 15:52 Þolakstursbíll Porsche, 919 Hybrid. Porsche Porsche er afar nálægt því að tryggja sér sigurinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, bæði sem framleiðandi og með stigahæsta bílinn. Porsche teflir fram 919 Hybrid bílum sínum í keppninni, en þeir eru 1.000 hestafla bílar þar sem bensínvél og rafmótorar skila til jafns um 500 hestöflum. Bílarnir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum. Porsche er með 264 stig í keppninni fyrir síðasta aksturinn í Kína næstu helgi, Audi er með 211 stig og Toyota 119. Mest er hægt að ná 44 stigum hjá hverjum framleiðanda í hverri keppni, 25 fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað sæti og eitt stig fyrir að vera á ráspól. Þar sem það munar 53 stigum á Porsche og Audi eru talsverðar líkur á því að Porsche muni tryggja sér sigurinn í ár í heildarstigakeppninni í næstu keppni og búast reyndar margir við því. Stigahæsti einstaka bíllinn er frá Porsche með 129 stig en fremsti bíll Audi er aðeins einu stigi lægri. Því er meiri spenna hvað varðar einstaka bíla en framleiðendur og líkur til þess að þar ráðist úrslit ekki fyrr en í síðustu keppninni. Einn af ökumönnum stigahæsta Porsche bílsins er fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber, en ökumenn hvers bíls eru ávallt þrír, enda tekur hver keppni 6 klukkustundir. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Porsche er afar nálægt því að tryggja sér sigurinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, bæði sem framleiðandi og með stigahæsta bílinn. Porsche teflir fram 919 Hybrid bílum sínum í keppninni, en þeir eru 1.000 hestafla bílar þar sem bensínvél og rafmótorar skila til jafns um 500 hestöflum. Bílarnir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum. Porsche er með 264 stig í keppninni fyrir síðasta aksturinn í Kína næstu helgi, Audi er með 211 stig og Toyota 119. Mest er hægt að ná 44 stigum hjá hverjum framleiðanda í hverri keppni, 25 fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað sæti og eitt stig fyrir að vera á ráspól. Þar sem það munar 53 stigum á Porsche og Audi eru talsverðar líkur á því að Porsche muni tryggja sér sigurinn í ár í heildarstigakeppninni í næstu keppni og búast reyndar margir við því. Stigahæsti einstaka bíllinn er frá Porsche með 129 stig en fremsti bíll Audi er aðeins einu stigi lægri. Því er meiri spenna hvað varðar einstaka bíla en framleiðendur og líkur til þess að þar ráðist úrslit ekki fyrr en í síðustu keppninni. Einn af ökumönnum stigahæsta Porsche bílsins er fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber, en ökumenn hvers bíls eru ávallt þrír, enda tekur hver keppni 6 klukkustundir.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira