Freyr: Stoltur af þeim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 19:42 Freyr Alexandersson á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45