Páll Axel Vilbergsson var sjóðheitur í síðasta leik með Grindvíkingum í Domino´s deild karla í körfubolta og þegar betur var að gáð þá náði hann að bæta met í leiknum.
Páll Axel skoraði 18 stig og tæpum 18 mínútum í öruggum sigri Grindvíkinga á ÍR í Seljaskóla en þessi 37 ára frábæri skotmaður hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum.
Páll Axel skoraði alls fjórar þriggja stiga körfur í leiknum og er þar með kominn með 871 þriggja stiga körfur fyrir Grindavík í úrvalsdeild karla.
Guðjón Skúlason átti metið yfir flesta þrista fyrir eitt félag en Guðjón skoraði á sínum tíma 867 þriggja stiga körfur fyrir Keflavík í deildarkeppni úrvalsdeildarinnar.
Guðjón átti einnig metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildarinnar (965) en Páll Axel hafði áður bætt það jafnframt því að vera sá fyrsti til að skora þúsund þriggja stiga körfur í efstu deild.
Páll Axel lék sinn 401. leik í úrvalsdeild karla á fimmtudagskvöldið var og hefur nú skorað 1033 þriggja stiga körfur í úrvalsdeild karla.
Páll Axel er að spila sitt fyrsta tímabil með Grindavík síðan 2011-2012 en hann var undanfarin þrjú ár í herbúðum Skallagríms í Borgarnesi.
Í fyrstu þremur leikjum Grindavíkur í Domino´s deildinni hefur Páll Axel skorað 40 stig, 13,3 að meðaltali og skilað 8 þriggja stiga skotum rétta leið í körfuna.
Páll Axel er með 57 prósent þriggja stiga skotnýtingu, 8 af 14, í þessum þremur sigurleikjum Grindvíkinga á móti FSu, Hetti og ÍR.
Páll Axel tók annað þriggja stiga met af Guðjóni Skúla

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FSu - Grindavík 84-85 | Ómar tryggði Grindavík sigurinn í Iðu
Jón Axel Guðmundsson náði fyrstu þrennu vetrarins í naumum útisigri Grindavíkur gegn nýliðunum.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 86-74 | Jón Axel með þrennu í sigri Grindvíkinga
Grindavík er með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta en liðið lagði nýliða Hattar að velli í kvöld, 86-74.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 79-94 | ÍR-ingar jarðaðir í Hellinum
Grindvíkingar settu upp skotsýningu í Seljaskóla þar sem þeir unnu sinn þriðja sigur í röð í Dominos-deildinni.

Körfuboltakvöld: #þrennuvaktin | Myndband
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson náði fyrstu þrennu vetrarins þegar Grindavík vann eins stigs sigur, 84-85, á FSu í fyrstu umferð Domino's deildarinnar.