„Staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi“ Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 12:44 Forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að bankar rukki nokkurra prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan. Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira