Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Snærós Sindradóttir skrifar 25. október 2015 12:01 Ari Edwald, forstjóri MS. Forstjóri MS, Ari Edwald, lagði til á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að eftirfarandi klausa færi úr ályktun efnahags- og viðskiptanefndar flokksins: „Mikilvægt er að draga enn frekar úr aðgangshindrunum á íslenskum mörkuðum. Landsfundur ályktar að endurskoða beri búvörulögin frá grunni til að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni íslensks landsbúnaðar. Aukið viðskiptafrelsi bætir hag neytenda. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að samkeppnislög gildi um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar." Miðað var við að fella alla innflutningstolla niður á næstu fjórum árum. Ari sagði meðal annars í ræðu sinni: „Það vita það allir sem þekkja til í þessum atvinnuvegi að íslenskur landbúnaður mun ekki standast svo róttækar breytingar. Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur kúabændum hækkað um helming, afurðarstöðum hefur fækkað úr átján í fimm. Það gerir landbúnaðinum kleyft að glíma við aukinn innflutning." Mikið mæddi á Ara á þessu ári þegar verðlagsnefnd búvöru ákvað að hækka verð mjólkurafurða til neytenda. Bjarni Benediktsson á landsfundi SjálfstæðisflokksinsVÍSIR/SnærósEinar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, fór í pontu Ara til stuðnings og sagði meðal annars: „Sú tillaga sem liggur fyrir í þessari málsgrein eins og hún kemur frá efnahags- og viðskiptanefnd er að mínu mati stórhættuleg og ég styð þess vegna breytingartillögu Ara Edwald. Þó það fari lágt í umræðunni er almenna reglan sú að það eru ekki lagðir tollar á innflutta matvöru. Það er lögð tollvernd á landbúnaðarafurðir en það er smám saman að draga úr þeirri tollvernd. Við eigum að reyna að tryggja það að íslenskur landbúnaður verði eftir sem áður öflug og mikilvæg atvinnugrein. En ef þetta á að verða veruleikinn að fella burt þessa tolla sem um ræður þá er bara búið um íslenskan ladnbúnað í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag og það viljum við ekki." Heitar umræður spruttu í kjölfarið. Þorsteinn Halldórsson spurði „Hver er þessi Ari Edwald?" og sagði að Ari hefði ekki talað á þennan hátt þegar hann var forstjóri 365. Hann dylgjaði um að Ari væri augljóslega kominn í framsóknarelítuna með ummælum sínum. Í kjölfarið bað fundarstjóri um að umræður væru ekki persónugerðar. Það skipti máli að umræður væru áfram málefnalegar. Salurinn var klofinn í umræðunni. Fremri hluti salarins, sá nær sviðinu, sem hefur meðal annars Unga Sjálfstæðismenn og Reykjavíkurkjördæmin, fagnaði mjög ræðum þeirra sem töluðu gegn Ara. Aftari hluti salarins með Norðvestur- og Norðausturkjördæmi klappaði aldrei eftir ræður þeirra sem afnema vilja landbúnaðartolla. Albert Guðmundsson, nýr formaður Heimdallar, bað fólk að falla ekki fyrir hræðsluáróðri Einars og Ara. Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, steig í pontu og sagðist meðal annar hafa talað við konu sem væri mjög vel að sér í erlendum landbúnaðarafurðum. „Íslenskar landbúnaðarvörur eru mjög heilnæmar og allskonar vaxtahvetjandi efni nota íslenskir bændur ekki. En eru allir sannfærðir um það að svínabændur í Evrópulandi fari betur með svín sín en íslenskir bændur? Auðvitað vitum við að svo er ekki. Við eigum að mæta viðskiptahindrunum erlendra ríkja og ekki láta heildsalana í þeim tilvikum njóta þess að þeir fá vörurnar niðurgreiddar erlendis. Nær væri að segja að við bönnum innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarafurðum!" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lagði fram málamiðlunartillögu sem fól í sér að textinn eins og hann stendur í aðalskjalinu, myndi standa óbreyttur nema hvað það snertir að orðin og stefnt skal að afnámi allra tolla á næstu fjórum árum myndu falla út. Sú tillaga var samþykkt. Tillögu efnahags- og viðskiptanefndar um að afnema bæri alla tolla á næstu fjórum árum var því hafnað. Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Forstjóri MS, Ari Edwald, lagði til á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að eftirfarandi klausa færi úr ályktun efnahags- og viðskiptanefndar flokksins: „Mikilvægt er að draga enn frekar úr aðgangshindrunum á íslenskum mörkuðum. Landsfundur ályktar að endurskoða beri búvörulögin frá grunni til að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni íslensks landsbúnaðar. Aukið viðskiptafrelsi bætir hag neytenda. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að samkeppnislög gildi um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar." Miðað var við að fella alla innflutningstolla niður á næstu fjórum árum. Ari sagði meðal annars í ræðu sinni: „Það vita það allir sem þekkja til í þessum atvinnuvegi að íslenskur landbúnaður mun ekki standast svo róttækar breytingar. Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur kúabændum hækkað um helming, afurðarstöðum hefur fækkað úr átján í fimm. Það gerir landbúnaðinum kleyft að glíma við aukinn innflutning." Mikið mæddi á Ara á þessu ári þegar verðlagsnefnd búvöru ákvað að hækka verð mjólkurafurða til neytenda. Bjarni Benediktsson á landsfundi SjálfstæðisflokksinsVÍSIR/SnærósEinar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, fór í pontu Ara til stuðnings og sagði meðal annars: „Sú tillaga sem liggur fyrir í þessari málsgrein eins og hún kemur frá efnahags- og viðskiptanefnd er að mínu mati stórhættuleg og ég styð þess vegna breytingartillögu Ara Edwald. Þó það fari lágt í umræðunni er almenna reglan sú að það eru ekki lagðir tollar á innflutta matvöru. Það er lögð tollvernd á landbúnaðarafurðir en það er smám saman að draga úr þeirri tollvernd. Við eigum að reyna að tryggja það að íslenskur landbúnaður verði eftir sem áður öflug og mikilvæg atvinnugrein. En ef þetta á að verða veruleikinn að fella burt þessa tolla sem um ræður þá er bara búið um íslenskan ladnbúnað í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag og það viljum við ekki." Heitar umræður spruttu í kjölfarið. Þorsteinn Halldórsson spurði „Hver er þessi Ari Edwald?" og sagði að Ari hefði ekki talað á þennan hátt þegar hann var forstjóri 365. Hann dylgjaði um að Ari væri augljóslega kominn í framsóknarelítuna með ummælum sínum. Í kjölfarið bað fundarstjóri um að umræður væru ekki persónugerðar. Það skipti máli að umræður væru áfram málefnalegar. Salurinn var klofinn í umræðunni. Fremri hluti salarins, sá nær sviðinu, sem hefur meðal annars Unga Sjálfstæðismenn og Reykjavíkurkjördæmin, fagnaði mjög ræðum þeirra sem töluðu gegn Ara. Aftari hluti salarins með Norðvestur- og Norðausturkjördæmi klappaði aldrei eftir ræður þeirra sem afnema vilja landbúnaðartolla. Albert Guðmundsson, nýr formaður Heimdallar, bað fólk að falla ekki fyrir hræðsluáróðri Einars og Ara. Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, steig í pontu og sagðist meðal annar hafa talað við konu sem væri mjög vel að sér í erlendum landbúnaðarafurðum. „Íslenskar landbúnaðarvörur eru mjög heilnæmar og allskonar vaxtahvetjandi efni nota íslenskir bændur ekki. En eru allir sannfærðir um það að svínabændur í Evrópulandi fari betur með svín sín en íslenskir bændur? Auðvitað vitum við að svo er ekki. Við eigum að mæta viðskiptahindrunum erlendra ríkja og ekki láta heildsalana í þeim tilvikum njóta þess að þeir fá vörurnar niðurgreiddar erlendis. Nær væri að segja að við bönnum innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarafurðum!" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lagði fram málamiðlunartillögu sem fól í sér að textinn eins og hann stendur í aðalskjalinu, myndi standa óbreyttur nema hvað það snertir að orðin og stefnt skal að afnámi allra tolla á næstu fjórum árum myndu falla út. Sú tillaga var samþykkt. Tillögu efnahags- og viðskiptanefndar um að afnema bæri alla tolla á næstu fjórum árum var því hafnað.
Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira