Pírati finnur lykt af vitleysu vegna orða biskups Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. október 2015 10:09 Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir orð Agnesar M. Sigurðardóttur um að skilgreina þurfi aðskilnað ríkis og kirkju. Vísir/VILHELM Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei. Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei.
Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira