SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 14:30 Laufey Rún Ketilsdóttir formaður SUS Búast má við miklum átökum um tillögu miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, upp úr tillögu Landssambands Sjálfstæðiskvenna, um að taka upp kynjakvóta innan Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur í ár er haldinn til heiðurs konum. Bæði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður flokksins, hafa bæði mælst til þess að tillagan verði samþykkt í ræðum sínum í dag og í gær. Tillagan gengur í stuttu máli út á það að öllum ákvæðum skipulagsreglnanna þar sem kveðið er á um framboðslista og kjör í nefndir, stjórnir, ráð verði breytt þannig að ávallt séu kosnir jafn margir karlar og konur eða því sem næst. Einnig að kveðið verði á um það að fyrstu tvö sæti framboðslista skulu skipuð karli og konu. Í dag er hlutfall kvenna innan flokksins hæst í sveitastjórnum eða 47 prósent. Lægst er það í fulltrúaráði og stjórnum kjördæmisráða, eða 35 prósent. Staða kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins. Konur eru appelsínugular en karlar táknaðir með bláu. Smellið til að sjá stærri mynd.Ungir Sjálfstæðismenn munu standa gegn tillögum miðstjórnar og Landssambands Sjálfstæðiskvenna. „Okkar skoðun í SUS er sú að flokkurinn byggir á einstaklingum og einstaklingsfrelsi. Í því felst að það má ekki mismuna fólki með ómálefnalegum hætti, það er einmitt tryggt í stjórnarskrá. Við teljum að jafnrétti sé tryggt þar og ef brotið er á mönnum geta þeir sótt rétt sinn varðandi það. Þannig að allt sem að fellur undir þvingað jafnræði, sem er að veita einum hópi forréttindi á kostnað annars, og mismuna á ómálefnalegum grundvelli, sem er kyn, það eigi ekki heima í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvorki í stefnunni né innan flokksstofnunarinnar sjálfrar,“ segir Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Hún segir að þó flokknum sé í sjálfvald sett hvaða skipulagsreglur hann hafi þá sé það hennar trú að kynjakvótar samræmist ekki grundvelli Sjálfstæðisflokksins, þ.e. einstaklingsfrelsinu. „Við höfum talað fyrir því í nefndum í gær, fyrir þessu sjónarmiði, að menn mega ekki gleyma þessu en vissulega má taka það fram að við erum algjörlega heilshugar á bakvið það að hvetja gott fólk til góðra verka. Einstaklingar sem eru með hæfileika eða eiginleika sem eru góðir í hvað sem er kemur, þá á að hvetja. Hvort sem það eru karlar konur eða eitthvað annað.“Eitt af póstkortum Landssambands SjálfstæðiskvennaLaufey Rún er önnur kvenna til að gegna stöðu formanns SUS. Hún lítur ekki svo á að það bendi til undirliggjandi skekkju sem halli á konur. „Við erum komin á þann stað að allir eru með jöfn tækifæri til að sækja það sem þeir vilja sækja. Þannig að ég lít á þetta þannig að sé einstaklingur sem hefur áhuga á einhverju þá eigi hann að sækja það og ef hann vinnur að því ötullega, eins og ég hef til dæmis gert og aðrir á undan mér sem hafa sótt í þetta embætti, hefur eitthvað fram að færa og menn eru sammála þér að leyfa þér að framfylgja stefnunni eins og í SUS þá nær slíkt fólk árangri. Þannig að þetta snýst bara um manns eigin stefnu og eigin elju og vilja til að sækja fram og það er ekkert sem stoppar menn í því í dag af því við erum komin þangað.“ Ungir Sjálfstæðismenn hafa ekki lagt fram breytingartillögu gegn tillögunni en Laufey segist sjálf ætla að mæla gegn henni í umræðum á morgun. Hún óttast samt að vegna „rótgróinnar stemningar“ í flokknum að samþykkja það sem formaður hefur mælt fyrir þá verði tillögurnar að veruleika. „. En ég vona að með því að koma með þessa athugasemd þá fari menn kannski að hugsa. Ég vona að menn taki þetta til greina og hugsi sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir samþykkja þetta.“Þórey Vilhjálmsdóttir er formaður Landssambands SjálfstæðiskvennaVísir/ValliLandssamband Sjálfstæðiskvenna hefur dreift póstkortum tillögu miðstjórnar til stuðnings. Þar kemur meðal annars fram að 19 prósent ráðherra Sjálfstæðisflokksins frá upphafi hafa verið konur. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Sjálfstæðiskvenna, hélt erindi á fundinum í dag og fór yfir sögu kvenna í íslenskum stjórnmálum. Hlutur kvenna á Alþingi hefur aldrei verið meiri á Alþingi en einmitt nú, eða 49,2 prósent. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf á konum að halda og við þurfum aukið fylgi. Við eigum að sækja það til kvenna. Fyrsta skrefið er að auka áhrif kvenna í flokknum. Fyrr mun þetta ekki breytast.“ „Það á enginn frelsið og það á enginn jafnrétti kynjanna. Við eigum ekki að gefa eftir í þessum málaflokkum enda er Sjálfstæðisflokkurinn brautryðjandi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Við erum flokkur sem vill fá konur til ábyrgðarstarfa. Nú er komið að því að stíga næsta skref. Að koma ákvæðum um jafnrétti kynjanna inn í skipulagsreglur flokksins og viðurkenna það sem eitt af grunngildum flokksins.“Eitt af þeim póstkortum sem Landssamband Sjálfstæðiskvenna dreifa á landsfundiÁ póstkorti frá sambandinu, sem sýnir bugaðan karl með barn og vagn á Alþingi, stendur: „Þetta er auðvitað grín því karlar geta aldrei átt of mörg börn til að vera á þingi eða á kafi í stjórnmálum. Konur í stjórnmálum og aðstandendur þeirra þurfa hins vegar, ennþá á því herrans ári 2014, að hlusta á athugasemdir um hvort þær hafi nokkuð tíma í þetta með þessa „stóru fjölskyldu“. Ennþá er gengið útfrá því að frumskyldur konunnar séu við eiginmenn og börn, þeirra staður sé á heimilinu og þær eigi ekki erindi í stjórnmál nema þær séu hreinlega barnlausar og helst einhleypar. Stjórnmálin lendi alltaf í öðru sæti ef konan á fjölskyldu. En það er auðvitað grín!“ Alþingi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Búast má við miklum átökum um tillögu miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, upp úr tillögu Landssambands Sjálfstæðiskvenna, um að taka upp kynjakvóta innan Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur í ár er haldinn til heiðurs konum. Bæði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður flokksins, hafa bæði mælst til þess að tillagan verði samþykkt í ræðum sínum í dag og í gær. Tillagan gengur í stuttu máli út á það að öllum ákvæðum skipulagsreglnanna þar sem kveðið er á um framboðslista og kjör í nefndir, stjórnir, ráð verði breytt þannig að ávallt séu kosnir jafn margir karlar og konur eða því sem næst. Einnig að kveðið verði á um það að fyrstu tvö sæti framboðslista skulu skipuð karli og konu. Í dag er hlutfall kvenna innan flokksins hæst í sveitastjórnum eða 47 prósent. Lægst er það í fulltrúaráði og stjórnum kjördæmisráða, eða 35 prósent. Staða kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins. Konur eru appelsínugular en karlar táknaðir með bláu. Smellið til að sjá stærri mynd.Ungir Sjálfstæðismenn munu standa gegn tillögum miðstjórnar og Landssambands Sjálfstæðiskvenna. „Okkar skoðun í SUS er sú að flokkurinn byggir á einstaklingum og einstaklingsfrelsi. Í því felst að það má ekki mismuna fólki með ómálefnalegum hætti, það er einmitt tryggt í stjórnarskrá. Við teljum að jafnrétti sé tryggt þar og ef brotið er á mönnum geta þeir sótt rétt sinn varðandi það. Þannig að allt sem að fellur undir þvingað jafnræði, sem er að veita einum hópi forréttindi á kostnað annars, og mismuna á ómálefnalegum grundvelli, sem er kyn, það eigi ekki heima í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvorki í stefnunni né innan flokksstofnunarinnar sjálfrar,“ segir Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Hún segir að þó flokknum sé í sjálfvald sett hvaða skipulagsreglur hann hafi þá sé það hennar trú að kynjakvótar samræmist ekki grundvelli Sjálfstæðisflokksins, þ.e. einstaklingsfrelsinu. „Við höfum talað fyrir því í nefndum í gær, fyrir þessu sjónarmiði, að menn mega ekki gleyma þessu en vissulega má taka það fram að við erum algjörlega heilshugar á bakvið það að hvetja gott fólk til góðra verka. Einstaklingar sem eru með hæfileika eða eiginleika sem eru góðir í hvað sem er kemur, þá á að hvetja. Hvort sem það eru karlar konur eða eitthvað annað.“Eitt af póstkortum Landssambands SjálfstæðiskvennaLaufey Rún er önnur kvenna til að gegna stöðu formanns SUS. Hún lítur ekki svo á að það bendi til undirliggjandi skekkju sem halli á konur. „Við erum komin á þann stað að allir eru með jöfn tækifæri til að sækja það sem þeir vilja sækja. Þannig að ég lít á þetta þannig að sé einstaklingur sem hefur áhuga á einhverju þá eigi hann að sækja það og ef hann vinnur að því ötullega, eins og ég hef til dæmis gert og aðrir á undan mér sem hafa sótt í þetta embætti, hefur eitthvað fram að færa og menn eru sammála þér að leyfa þér að framfylgja stefnunni eins og í SUS þá nær slíkt fólk árangri. Þannig að þetta snýst bara um manns eigin stefnu og eigin elju og vilja til að sækja fram og það er ekkert sem stoppar menn í því í dag af því við erum komin þangað.“ Ungir Sjálfstæðismenn hafa ekki lagt fram breytingartillögu gegn tillögunni en Laufey segist sjálf ætla að mæla gegn henni í umræðum á morgun. Hún óttast samt að vegna „rótgróinnar stemningar“ í flokknum að samþykkja það sem formaður hefur mælt fyrir þá verði tillögurnar að veruleika. „. En ég vona að með því að koma með þessa athugasemd þá fari menn kannski að hugsa. Ég vona að menn taki þetta til greina og hugsi sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir samþykkja þetta.“Þórey Vilhjálmsdóttir er formaður Landssambands SjálfstæðiskvennaVísir/ValliLandssamband Sjálfstæðiskvenna hefur dreift póstkortum tillögu miðstjórnar til stuðnings. Þar kemur meðal annars fram að 19 prósent ráðherra Sjálfstæðisflokksins frá upphafi hafa verið konur. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Sjálfstæðiskvenna, hélt erindi á fundinum í dag og fór yfir sögu kvenna í íslenskum stjórnmálum. Hlutur kvenna á Alþingi hefur aldrei verið meiri á Alþingi en einmitt nú, eða 49,2 prósent. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf á konum að halda og við þurfum aukið fylgi. Við eigum að sækja það til kvenna. Fyrsta skrefið er að auka áhrif kvenna í flokknum. Fyrr mun þetta ekki breytast.“ „Það á enginn frelsið og það á enginn jafnrétti kynjanna. Við eigum ekki að gefa eftir í þessum málaflokkum enda er Sjálfstæðisflokkurinn brautryðjandi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Við erum flokkur sem vill fá konur til ábyrgðarstarfa. Nú er komið að því að stíga næsta skref. Að koma ákvæðum um jafnrétti kynjanna inn í skipulagsreglur flokksins og viðurkenna það sem eitt af grunngildum flokksins.“Eitt af þeim póstkortum sem Landssamband Sjálfstæðiskvenna dreifa á landsfundiÁ póstkorti frá sambandinu, sem sýnir bugaðan karl með barn og vagn á Alþingi, stendur: „Þetta er auðvitað grín því karlar geta aldrei átt of mörg börn til að vera á þingi eða á kafi í stjórnmálum. Konur í stjórnmálum og aðstandendur þeirra þurfa hins vegar, ennþá á því herrans ári 2014, að hlusta á athugasemdir um hvort þær hafi nokkuð tíma í þetta með þessa „stóru fjölskyldu“. Ennþá er gengið útfrá því að frumskyldur konunnar séu við eiginmenn og börn, þeirra staður sé á heimilinu og þær eigi ekki erindi í stjórnmál nema þær séu hreinlega barnlausar og helst einhleypar. Stjórnmálin lendi alltaf í öðru sæti ef konan á fjölskyldu. En það er auðvitað grín!“
Alþingi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira