Leikurinn fór 92-66 fyrir heimamenn og skoraði Davíð 21 stig og það allt úr þriggja stiga skotum.
„Þetta er góð stroka. Ég verð bara að viðurkenna það að ég vissi ekkert hver þetta var fyrir leikinn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingunum í Körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport.
„Það er alltaf gaman að sjá svona stráka koma upp,“ sagði Jón.
Fyrir leikinn á fimmtudagskvöld hafði Davíð skorað níu stig í 56 leikjum fyrir Þór. Hann skoraði 21 stig fyrir liðið í einum leik gegn Tindastóli.
