Einstök Michael Jordan búð opnar í Chicago á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2015 22:00 Michael Jordan. Vísir/AFP Körfuboltaáhugamenn á leiðinni til Chicago-borgar geta hér eftir bætt við heimsókn í eina búið á listann hjá sér. Nike opnar á morgun sérstaka Michael Jordan búð í Chicago þar sem eingöngu verða til sölu vörur tengdar besta körfuboltamanni allra tíma. Þessi Michael Jordan búð verður sú fyrsta sinnar tegundar en ekki þó sú síðasta því Nike er með það á dagskránni að opna einnig samskonar búðir í New York, Los Angeles og Toronto. Til sölu í búðinni verða körfuboltavörur, æfingavörur, íþróttavörur og vörur fyrir börn en allt merkt Michael Jordan. Það verður líka sérstakt horn í versluninni þar sem Michael Jordan mun sjálfur velja vörur sem eru honum sérstaklega kærar. Nike datt heldur betur í lukkupottinn þegar íþróttavörufyrirtækið samdi við Michael Jordan á sínum tíma en Jordan hefur nú grætt mikið á því sjálfur. Michael Jordan varð stærsta íþróttastjarna heims og eftir sex titla og endalaus einstaklingsverður efast fáir körfuboltaspekingar um það að þar hafi farið besti körfuboltamaður sögunnar. Michael Jordan vann alla sex titla sína með Chicago Bulls, félag sem stóð mjög illa þegar það valdi hann í nýliðavalinu 1984. Fyrir komu Jordan höfðu fáir áhuga á Bulls-liðinu en eftir að Jordan fór að vinna titla með félaginu varð það orðið eitt allra vinsælasta félag heimsins. Það má telja líklegt að þessi Michael Jordan búð gangi vel og Jordan sjálfur mun örugglega fá vænan hlut í sinn vasa. Þrátt fyrir að skórnir hans séu löngu komnir upp á hillu þá heldur Jordan áfram að þéna meira pening en þegar hann var leikmaður. Það vilja allir tengjast Michael Jordan og það hefur ekkert breyst sautján árum eftir hans síðasta meistaratitil.CBS Chicago: New Michael Jordan Store Set To Open Saturday On State Street https://t.co/pNTs9ODjBd— Chicago Alive (@ChicagoAlive) October 23, 2015 SoleCollector: Michael Jordan's new Chicago flagship store is opening very soon: http://t.co/USzGCf0vvA pic.twitter.com/tz8FZxTZ8p— Victor M Negron (@negroloinci) October 11, 2015 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Körfuboltaáhugamenn á leiðinni til Chicago-borgar geta hér eftir bætt við heimsókn í eina búið á listann hjá sér. Nike opnar á morgun sérstaka Michael Jordan búð í Chicago þar sem eingöngu verða til sölu vörur tengdar besta körfuboltamanni allra tíma. Þessi Michael Jordan búð verður sú fyrsta sinnar tegundar en ekki þó sú síðasta því Nike er með það á dagskránni að opna einnig samskonar búðir í New York, Los Angeles og Toronto. Til sölu í búðinni verða körfuboltavörur, æfingavörur, íþróttavörur og vörur fyrir börn en allt merkt Michael Jordan. Það verður líka sérstakt horn í versluninni þar sem Michael Jordan mun sjálfur velja vörur sem eru honum sérstaklega kærar. Nike datt heldur betur í lukkupottinn þegar íþróttavörufyrirtækið samdi við Michael Jordan á sínum tíma en Jordan hefur nú grætt mikið á því sjálfur. Michael Jordan varð stærsta íþróttastjarna heims og eftir sex titla og endalaus einstaklingsverður efast fáir körfuboltaspekingar um það að þar hafi farið besti körfuboltamaður sögunnar. Michael Jordan vann alla sex titla sína með Chicago Bulls, félag sem stóð mjög illa þegar það valdi hann í nýliðavalinu 1984. Fyrir komu Jordan höfðu fáir áhuga á Bulls-liðinu en eftir að Jordan fór að vinna titla með félaginu varð það orðið eitt allra vinsælasta félag heimsins. Það má telja líklegt að þessi Michael Jordan búð gangi vel og Jordan sjálfur mun örugglega fá vænan hlut í sinn vasa. Þrátt fyrir að skórnir hans séu löngu komnir upp á hillu þá heldur Jordan áfram að þéna meira pening en þegar hann var leikmaður. Það vilja allir tengjast Michael Jordan og það hefur ekkert breyst sautján árum eftir hans síðasta meistaratitil.CBS Chicago: New Michael Jordan Store Set To Open Saturday On State Street https://t.co/pNTs9ODjBd— Chicago Alive (@ChicagoAlive) October 23, 2015 SoleCollector: Michael Jordan's new Chicago flagship store is opening very soon: http://t.co/USzGCf0vvA pic.twitter.com/tz8FZxTZ8p— Victor M Negron (@negroloinci) October 11, 2015
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira