Segir Geir gera atlögu að tjáningarfrelsinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 08:00 Geir Þorsteinsson er ekki vinsæll í bláa hluta Manchester núna. vísir/stefán/getty Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti