Markaflóð í vatnaveröld Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 06:00 Íslensku stelpurnar hafa byrjað undankeppnina á tveimur sigurleikjum. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira