Ríkisábyrgð vegna Vaðlaheiðarganga „grískt bókhald“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. október 2015 07:00 Ríkisendurskoðun telur litlar líkur á því að lán vegna Vaðlaheiðarganga verði greitt á þeim tíma sem kveðið var á um í lánasamningi. vísir/auðunn „Ég held að skýrslan gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál aftur og fara yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. „Þegar menn fara þessa leið þá eru þeir í rauninni bara með grískt bókhald.“ Með lögum sem samþykkt voru í júní 2012 var fjármálaráðherra gefin heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Bæði með 8,7 milljarða króna láni úr ríkissjóði fyrir framkvæmdunum og ríkisábyrgð á láninu. Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingarnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisábyrgðasjóði var ekki falið þetta verkefni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmRíkisábyrgðasjóður veitti engu að síður umsögn um lánið þegar lagafrumvarpið var til meðferðar í þinginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fulltrúar ríkisábyrgðasjóðs telji að tryggingarnar hafi verið ófullnægjandi. Það endurspeglast í fyrrgreindri umsögn sjóðsins um lagafrumvarpið. Ríkisendurskoðun segir að ætla megi að ef fulltrúum ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af láninu. Þá segir Ríkisendurskoðun að með láninu hafi verið vikið frá þeim skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána að ábyrgðarþegi, í þessu tilfelli Vaðlaheiðargöng hf., leggi fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs nemi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum. „Með því að víkja skilyrðunum frá var sú grunnregla laga um ríkisábyrgðir, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu við ábyrgðarveitingar, gerð óvirk. Slíkt er í andstöðu við það meginmarkmið ríkisábyrgðalaga að lágmarka skuli áhættu ríkissjóðs við veitingu ríkisábyrgða eða endurlána,“ segir í skýrslunni. Þá segir að litlar líkur séu á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu 5. janúar 2018, eins og gert var ráð fyrir í lánasamningi. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. varaformaður fjárlaganefndar, segir beðið eftir gögnum um stöðuna. „Meirihluti fjárlaganefndar fór í þetta mál. Við fengum svör við fyrirspurn frá Vaðlaheiðargöngum og okkur var tilkynnt að við fengjum nánari úttekt í haust,“ segir Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
„Ég held að skýrslan gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál aftur og fara yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. „Þegar menn fara þessa leið þá eru þeir í rauninni bara með grískt bókhald.“ Með lögum sem samþykkt voru í júní 2012 var fjármálaráðherra gefin heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Bæði með 8,7 milljarða króna láni úr ríkissjóði fyrir framkvæmdunum og ríkisábyrgð á láninu. Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingarnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisábyrgðasjóði var ekki falið þetta verkefni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmRíkisábyrgðasjóður veitti engu að síður umsögn um lánið þegar lagafrumvarpið var til meðferðar í þinginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fulltrúar ríkisábyrgðasjóðs telji að tryggingarnar hafi verið ófullnægjandi. Það endurspeglast í fyrrgreindri umsögn sjóðsins um lagafrumvarpið. Ríkisendurskoðun segir að ætla megi að ef fulltrúum ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af láninu. Þá segir Ríkisendurskoðun að með láninu hafi verið vikið frá þeim skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána að ábyrgðarþegi, í þessu tilfelli Vaðlaheiðargöng hf., leggi fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs nemi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum. „Með því að víkja skilyrðunum frá var sú grunnregla laga um ríkisábyrgðir, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu við ábyrgðarveitingar, gerð óvirk. Slíkt er í andstöðu við það meginmarkmið ríkisábyrgðalaga að lágmarka skuli áhættu ríkissjóðs við veitingu ríkisábyrgða eða endurlána,“ segir í skýrslunni. Þá segir að litlar líkur séu á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu 5. janúar 2018, eins og gert var ráð fyrir í lánasamningi. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. varaformaður fjárlaganefndar, segir beðið eftir gögnum um stöðuna. „Meirihluti fjárlaganefndar fór í þetta mál. Við fengum svör við fyrirspurn frá Vaðlaheiðargöngum og okkur var tilkynnt að við fengjum nánari úttekt í haust,“ segir Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01