Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 92-66 | Stólarnir steinlágu - Davíð Arnar með sjö þrista Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2015 16:53 Vísir/Stefán Þór. Þ. vann frábæran sigur, 92-66, á Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn. Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs. Þ., gerði sér lítið fyrir og setti niður sjö þrista í kvöld og það úr átta tilraunum. Bæði lið voru ákveðin í upphafi leiksins og Þórsarar ætluðu sér greinilega ekki að tapa þriðja leiknum í röð. Heimamenn frá Þorlákshöfn sýndu fínan varnarleik og þurftu Stólarnir að hafa fyrir hverju stigi. Tindastólsmenn áttu aftur á móti svör við varnarleik Þórs og var því mikið jafnræði á með liðinum í fyrsta leikhluta. Staðan var 26-24 fyrir Tindastól eftir tíu mínútna leik. Í öðrum leikhluta byrjuðu Þórsarar virkilega vel og voru þeir feikisterkir sóknarlega. Liðið lét boltann ganga ótrúlega vel og opnuðu með því fyrir skytturnar í liðinu. Davíð Arnar Ágústsson gerði til að mynda þrjár þriggja stig körfur í fyrri hálfleiknum. Vance Michael Hall stjórnaði leik liðsins vel og skoraði hann einnig nokkrar flottar körfur. Stólarnir voru í vandræðum sóknarlega og var skotnýting leikmanna liðsins ekki góð í fyrri hálfleik. Darrel Lewis kom reyndar sterkur inn undir lok hálfleiksins og gerði til að mynda tvær þriggja stiga körfur í röð og kom liðinu aftur inn í leikinn en staðan í hálfleik var 46-40. Heimamenn byrjuðu frábærlega í síðari hálfleiknum og komust fljótlega fimmtán stigum yfir 56-41 og Stólarnir náðu einfaldlega ekki að koma boltanum ofan í. Enn voru Þórsarar að opna fyrir skytturnar sínar. Lítið sem ekkert gekk upp hjá Tindastólsmönnum í leikhlutanum og Þórsarar nýttu sér það til hins ýtrasta. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 69-54. Stólarnir náðu ekki að bæta sinn leik í loka leikhlutanum og Þórsarar léku á alls oddi. Þá sérstaklega Davíð Arnar Ágústsson sem hafði sett niður sex þrista úr sex tilraunum þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum, hreint ótrúlegt. Þórsara héldu fínni stöðu út leikinn og unnu ótrúlega öruggan sigur, 92-66. Sigurinn skrifast á frábæran varnarleik þar sem Ragnar Nathanaelsson fór fyrir sínum mönnum undir körfunni og ótrúlega skynsamlegum sóknarleik þar sem Davíð Arnar fór einfaldlega á kostum. Hans besti leikur á ferlinum, það hlýtur bara að vera. Hann endaði með 21 stig og bara úr þriggja stiga skotum. Þórsarar voru mest 30 stigum yfir í leiknum og það segir sína sögu. Einar Árni: Besti varnarleikur sem við höfum sýntEinar Árni.„Þetta var sennilega besti varnarleikur sem við höfum spilað, svona heilt yfir,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við vorum reyndar í vandræðum í fyrsta leikhluta og þeir skoruðu 26 stig. En eftir það spiluðum við frábæra liðsvörn. Svo kemur bara ósjálfrátt ákveðin stemning með í sóknina þegar við náum að stoppa þá svona vel. Ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í kvöld.“ Einar segir að tapleikurinn á móti Keflvíkingum hafi ennþá setið í mönnum í kvöld og liðið hafa því verið vel tilbúið fyrir leikinn. „Við erum að verða bara betri og betri í því að fara með boltann inn á Ragga og hann er að verða betri í því að velja hvort hann eigi að fara sjálfur eða finna aðra. Hans sending út býr til rosalega mikið fyrir okkur.“ Einar segir að fyrir vikið hafi skyttur liðsins blómstrað í kvöld og þá sérstaklega Davíð Arnar. „Maður verður einnig að taka það með í reikninginn að hann hefur lítið spilað í úrvalsdeild, hann er aðeins 19 ára. Hann er búinn að vera þolinmóður og vinnusamur og veit að hann mun fá tækifæri núna þar sem Grétar [Ingi Erlendsson] er að fara í aðgerð á mánudaginn og verður frá fram í janúar.“ Piokola: Við vorum skelfilegirPiokola„Þetta var skelfilegur leikur að okkur hálfu, en maður verður bara að óska Þórsurum til hamingju með sigurinn,“ segir Pieti Piokola, þjálfari Tindastóls, eftir tapið í kvöld. „Þeir voru bara betri en við í kvöld og sýndu hvar okkar veikleikar eru. Nú vitum við hvar við þurfum að lagfæra,“ segir Piokola. Tindastóll skoraði aðeins fjörutíu stig í 2., 3. og 4. leikhluta. „Við vorum bara ekki að stöðva þá sóknarlega, við eigum eftir að byrja skora þegar við lögum varnarleikinn okkar. Við fráköstuðum ekkert í kvöld og vorum seinir í allar aðgerðir.“ Piokolan segir að leikmenn liðsins fái frí frá æfingu á morgun og síðan hefjast æfingar og þá verði hlutirnir teknir í gegn. Davíð Arnar: Ég lofa átta þristum í næsta leik„Ég var heitur í upphitun og var að finna mig vel á gólfinu,“ segir Davíð Arnar Ágústsson, stjarna kvöldsins, sem setti niður sjö þriggja stig körfur í kvöld og það úr átta skotum. „Ég fann það bara á mér fyrir leik að ég myndi hitta vel í kvöld. Mér leið ótrúlega vel inni á vellinum og var alltaf hundrað prósent viss um það þegar ég var með boltann að hann væri að fara ofan í.“ Davíð segist ætla nýta fjarveru Grétars vel og ætlar hann að gera sitt besta til að hjálpa liðinu. „Það opnast mikið fyrir okkur fyrir utan þegar Raggi er undir körfunni. Ég lofa átta þristum í næsta leik, ef ég fæ réttum skotin.“ +Bein lýsing: Þór Þorlákshöfn - TindastóllTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Þór. Þ. vann frábæran sigur, 92-66, á Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn. Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs. Þ., gerði sér lítið fyrir og setti niður sjö þrista í kvöld og það úr átta tilraunum. Bæði lið voru ákveðin í upphafi leiksins og Þórsarar ætluðu sér greinilega ekki að tapa þriðja leiknum í röð. Heimamenn frá Þorlákshöfn sýndu fínan varnarleik og þurftu Stólarnir að hafa fyrir hverju stigi. Tindastólsmenn áttu aftur á móti svör við varnarleik Þórs og var því mikið jafnræði á með liðinum í fyrsta leikhluta. Staðan var 26-24 fyrir Tindastól eftir tíu mínútna leik. Í öðrum leikhluta byrjuðu Þórsarar virkilega vel og voru þeir feikisterkir sóknarlega. Liðið lét boltann ganga ótrúlega vel og opnuðu með því fyrir skytturnar í liðinu. Davíð Arnar Ágústsson gerði til að mynda þrjár þriggja stig körfur í fyrri hálfleiknum. Vance Michael Hall stjórnaði leik liðsins vel og skoraði hann einnig nokkrar flottar körfur. Stólarnir voru í vandræðum sóknarlega og var skotnýting leikmanna liðsins ekki góð í fyrri hálfleik. Darrel Lewis kom reyndar sterkur inn undir lok hálfleiksins og gerði til að mynda tvær þriggja stiga körfur í röð og kom liðinu aftur inn í leikinn en staðan í hálfleik var 46-40. Heimamenn byrjuðu frábærlega í síðari hálfleiknum og komust fljótlega fimmtán stigum yfir 56-41 og Stólarnir náðu einfaldlega ekki að koma boltanum ofan í. Enn voru Þórsarar að opna fyrir skytturnar sínar. Lítið sem ekkert gekk upp hjá Tindastólsmönnum í leikhlutanum og Þórsarar nýttu sér það til hins ýtrasta. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 69-54. Stólarnir náðu ekki að bæta sinn leik í loka leikhlutanum og Þórsarar léku á alls oddi. Þá sérstaklega Davíð Arnar Ágústsson sem hafði sett niður sex þrista úr sex tilraunum þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum, hreint ótrúlegt. Þórsara héldu fínni stöðu út leikinn og unnu ótrúlega öruggan sigur, 92-66. Sigurinn skrifast á frábæran varnarleik þar sem Ragnar Nathanaelsson fór fyrir sínum mönnum undir körfunni og ótrúlega skynsamlegum sóknarleik þar sem Davíð Arnar fór einfaldlega á kostum. Hans besti leikur á ferlinum, það hlýtur bara að vera. Hann endaði með 21 stig og bara úr þriggja stiga skotum. Þórsarar voru mest 30 stigum yfir í leiknum og það segir sína sögu. Einar Árni: Besti varnarleikur sem við höfum sýntEinar Árni.„Þetta var sennilega besti varnarleikur sem við höfum spilað, svona heilt yfir,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við vorum reyndar í vandræðum í fyrsta leikhluta og þeir skoruðu 26 stig. En eftir það spiluðum við frábæra liðsvörn. Svo kemur bara ósjálfrátt ákveðin stemning með í sóknina þegar við náum að stoppa þá svona vel. Ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í kvöld.“ Einar segir að tapleikurinn á móti Keflvíkingum hafi ennþá setið í mönnum í kvöld og liðið hafa því verið vel tilbúið fyrir leikinn. „Við erum að verða bara betri og betri í því að fara með boltann inn á Ragga og hann er að verða betri í því að velja hvort hann eigi að fara sjálfur eða finna aðra. Hans sending út býr til rosalega mikið fyrir okkur.“ Einar segir að fyrir vikið hafi skyttur liðsins blómstrað í kvöld og þá sérstaklega Davíð Arnar. „Maður verður einnig að taka það með í reikninginn að hann hefur lítið spilað í úrvalsdeild, hann er aðeins 19 ára. Hann er búinn að vera þolinmóður og vinnusamur og veit að hann mun fá tækifæri núna þar sem Grétar [Ingi Erlendsson] er að fara í aðgerð á mánudaginn og verður frá fram í janúar.“ Piokola: Við vorum skelfilegirPiokola„Þetta var skelfilegur leikur að okkur hálfu, en maður verður bara að óska Þórsurum til hamingju með sigurinn,“ segir Pieti Piokola, þjálfari Tindastóls, eftir tapið í kvöld. „Þeir voru bara betri en við í kvöld og sýndu hvar okkar veikleikar eru. Nú vitum við hvar við þurfum að lagfæra,“ segir Piokola. Tindastóll skoraði aðeins fjörutíu stig í 2., 3. og 4. leikhluta. „Við vorum bara ekki að stöðva þá sóknarlega, við eigum eftir að byrja skora þegar við lögum varnarleikinn okkar. Við fráköstuðum ekkert í kvöld og vorum seinir í allar aðgerðir.“ Piokolan segir að leikmenn liðsins fái frí frá æfingu á morgun og síðan hefjast æfingar og þá verði hlutirnir teknir í gegn. Davíð Arnar: Ég lofa átta þristum í næsta leik„Ég var heitur í upphitun og var að finna mig vel á gólfinu,“ segir Davíð Arnar Ágústsson, stjarna kvöldsins, sem setti niður sjö þriggja stig körfur í kvöld og það úr átta skotum. „Ég fann það bara á mér fyrir leik að ég myndi hitta vel í kvöld. Mér leið ótrúlega vel inni á vellinum og var alltaf hundrað prósent viss um það þegar ég var með boltann að hann væri að fara ofan í.“ Davíð segist ætla nýta fjarveru Grétars vel og ætlar hann að gera sitt besta til að hjálpa liðinu. „Það opnast mikið fyrir okkur fyrir utan þegar Raggi er undir körfunni. Ég lofa átta þristum í næsta leik, ef ég fæ réttum skotin.“ +Bein lýsing: Þór Þorlákshöfn - TindastóllTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira