Ólöf búin að funda með öllum umsækjendunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2015 16:30 Frá vinstri: Ólafur Þór Hauksson, Bryndís Kristjánsdóttir, Björn Þorvaldsson, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Jón H.B. Snorrason. Vísir Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15
Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00
Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00