Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 14:43 Þó menn búist ekki við tilþrifamiklum Landsfundi velta menn fyrir sér örlögum einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins: Einkum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, er sögð hafa sóst eftir því að verða ráðherra á nýjan leik eftir að hún kom úr sjálfskipuðu fríi, í kjölfar Lekamálsins. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún reynir að sjá fyrir hvernig Landsfundur Sjálfstæðismanna verður um helgina. Þar kemur jafnframt fram að Hanna Birna hafi þá sóst eftir því hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hvort hún ætti kost á góðri stöðu í öðru landi. Hanna Birna kom að lokuðum dyrum hjá Gunnari Braga. „Formennska í utanríkismálanefnd nú í september hafi því verið eins konar dúsa handa Hönnu Birnu, á meðan hún tekur ákvarðanir um hver hennar næstu skref verða,“ segir í fréttaskýringunni, sem er undir fyrirsögninni: „Ekki landsfundur deilna og átaka“.Bjarni Benediktsson og Hanna Birna bitust um formannsstólinn, en svo fór að Bjarni sigraði og Hanna varð varaformaður.Hanna Birna segir stjórnmál ástríða sínÞetta hefur Agnes eftir ónafngreindum heimildamanni. Í fréttaskýringunni kemur fram að búist er við fremur átakalausum Landsfundi en þeim mun meiri áhugi var meðal viðmælenda Agnesar á stöðu ýmissa einstaklinga, ekki síst Hönnu Birnu. Það vekur athygli að strax eftir að Agnes slær þessu fram er bein tilvitnun í Hönnu Birnu, sem segir stjórnmálin ástríða og hana langi fátt meira en að berjast fyrir hugsjónum frelsis og tækifæra. „Þetta geri ég nú á hverjum degi á Alþingi en hef enga ákvörðun tekið um það hvort ég muni gera það til fimmtugs, sextugs eða jafnvel sjötugs. Sú ákvörðun kemur síðar,“ segir Hanna Birna í samtali við Agnesi. Sem þó spyr hana ekki nánar út í það sem hún hefur eftir hinum ónafngreinda heimildamanni. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Hönnu Birnu til að spyrja hana nánar út í þessi atriði, sem Agnes slær fram, en án árangurs. Fyrst var ekki svarað, þá var á tali um hríð og þá hringdi út. Hvort það felist einhver sögn í því að Hanna Birna vill ekki svara fjölmiðlum, skal ósagt látið.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Hanna Birna nýtur lítils fylgisSamkvæmt heimildum Vísis nýtur Hanna Birna lítils fylgis innan flokks og því síður utan. Hún er sitjandi varaformaður, og hafði gefið það út að hún hygðist sækjast eftir því að gegna því starfi áfram, „að öllu óbreyttu“. Líkast til hefur hún komist að því að hún nyti ekki fylgis sem skyldi og strax í kjölfar þess að hún dró framboð sitt til baka kom Ólöf Nordal fram á sjónarsviðið og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér. Virðist sem um hannaða atburðarás hafi verið að ræða, þó Ólöf hafi tekið það fram að ákvörðun sín hefði ekkert að gera með stöðu Hönnu Birnu.Utanríkisþjónustan notuð til að þétta raðirnarLengi hefur það verið nefnt að utanríkisþjónustan hafi verið (mis)notuð til að koma að hollum flokksmönnum sem komnir eru útí horn. Þetta hefur verið sagt liður í samtryggingarkerfi gamla fjórflokksins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki síst verið duglegur við þetta.Júlíus Hafstein er einn þeirra sem Davíð skipaði sem sendiherra á sínum tíma.Eftirminnilegt er þegar Davíð Oddsson, sem gegndi stöðu utanríkisráðherra í skamman tíma 2004, skipaði um tug sendiherra án þess að ljóst væri hvort þörf væri fyrir þá eða ekki. Þó þetta sé gagnrýnt virðast forkólfar stjórnmálaflokkanna meta það sem svo að það sé þessi virði, þetta þétti raðirnar þá þannig að mönnum sé það ljóst að þeim sé launuð hollustan. Í ljósi þessa verður kenningin sem Agnes slær fram að teljast trúleg, þó ekki sé neitt staðfest í þessum efnum. Og samkvæmt fréttaskýringu Agnesar búast flokksmenn fastlega við því að Hönnu Birnu verði fundinn staður innan kerfisins. Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, er sögð hafa sóst eftir því að verða ráðherra á nýjan leik eftir að hún kom úr sjálfskipuðu fríi, í kjölfar Lekamálsins. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún reynir að sjá fyrir hvernig Landsfundur Sjálfstæðismanna verður um helgina. Þar kemur jafnframt fram að Hanna Birna hafi þá sóst eftir því hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hvort hún ætti kost á góðri stöðu í öðru landi. Hanna Birna kom að lokuðum dyrum hjá Gunnari Braga. „Formennska í utanríkismálanefnd nú í september hafi því verið eins konar dúsa handa Hönnu Birnu, á meðan hún tekur ákvarðanir um hver hennar næstu skref verða,“ segir í fréttaskýringunni, sem er undir fyrirsögninni: „Ekki landsfundur deilna og átaka“.Bjarni Benediktsson og Hanna Birna bitust um formannsstólinn, en svo fór að Bjarni sigraði og Hanna varð varaformaður.Hanna Birna segir stjórnmál ástríða sínÞetta hefur Agnes eftir ónafngreindum heimildamanni. Í fréttaskýringunni kemur fram að búist er við fremur átakalausum Landsfundi en þeim mun meiri áhugi var meðal viðmælenda Agnesar á stöðu ýmissa einstaklinga, ekki síst Hönnu Birnu. Það vekur athygli að strax eftir að Agnes slær þessu fram er bein tilvitnun í Hönnu Birnu, sem segir stjórnmálin ástríða og hana langi fátt meira en að berjast fyrir hugsjónum frelsis og tækifæra. „Þetta geri ég nú á hverjum degi á Alþingi en hef enga ákvörðun tekið um það hvort ég muni gera það til fimmtugs, sextugs eða jafnvel sjötugs. Sú ákvörðun kemur síðar,“ segir Hanna Birna í samtali við Agnesi. Sem þó spyr hana ekki nánar út í það sem hún hefur eftir hinum ónafngreinda heimildamanni. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Hönnu Birnu til að spyrja hana nánar út í þessi atriði, sem Agnes slær fram, en án árangurs. Fyrst var ekki svarað, þá var á tali um hríð og þá hringdi út. Hvort það felist einhver sögn í því að Hanna Birna vill ekki svara fjölmiðlum, skal ósagt látið.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Hanna Birna nýtur lítils fylgisSamkvæmt heimildum Vísis nýtur Hanna Birna lítils fylgis innan flokks og því síður utan. Hún er sitjandi varaformaður, og hafði gefið það út að hún hygðist sækjast eftir því að gegna því starfi áfram, „að öllu óbreyttu“. Líkast til hefur hún komist að því að hún nyti ekki fylgis sem skyldi og strax í kjölfar þess að hún dró framboð sitt til baka kom Ólöf Nordal fram á sjónarsviðið og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér. Virðist sem um hannaða atburðarás hafi verið að ræða, þó Ólöf hafi tekið það fram að ákvörðun sín hefði ekkert að gera með stöðu Hönnu Birnu.Utanríkisþjónustan notuð til að þétta raðirnarLengi hefur það verið nefnt að utanríkisþjónustan hafi verið (mis)notuð til að koma að hollum flokksmönnum sem komnir eru útí horn. Þetta hefur verið sagt liður í samtryggingarkerfi gamla fjórflokksins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki síst verið duglegur við þetta.Júlíus Hafstein er einn þeirra sem Davíð skipaði sem sendiherra á sínum tíma.Eftirminnilegt er þegar Davíð Oddsson, sem gegndi stöðu utanríkisráðherra í skamman tíma 2004, skipaði um tug sendiherra án þess að ljóst væri hvort þörf væri fyrir þá eða ekki. Þó þetta sé gagnrýnt virðast forkólfar stjórnmálaflokkanna meta það sem svo að það sé þessi virði, þetta þétti raðirnar þá þannig að mönnum sé það ljóst að þeim sé launuð hollustan. Í ljósi þessa verður kenningin sem Agnes slær fram að teljast trúleg, þó ekki sé neitt staðfest í þessum efnum. Og samkvæmt fréttaskýringu Agnesar búast flokksmenn fastlega við því að Hönnu Birnu verði fundinn staður innan kerfisins.
Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira