Audi RS6 Performance er 605 hestafla úlfur í sauðagæru Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 14:21 Audi RS6 Performance. Jalopnik Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent
Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent