Sérhannaðir Spark fyrir Domino´s Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 09:26 Aðgengi að hitaofnum bílsins er utanfrá. Autoblog Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent