Scholes, Rio og Hargreaves: Hugmyndsnautt og lélegt hjá United Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 09:00 Wayne Rooney kvartar í dómaranum í gærkvöldi. vísir/getty Manchester United er með fjögur stig í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn CSKA Moskvu í Rússlandi í gærkvöldi. United er aðeins búið að vinna einn leik af þremur, en liðið olli vonbrigðum í gær eftir að pakka saman Everton, 3-0, um helgina. Þrír fyrrverandi leikmenn Manchester United; Paul Scholes, Rio Ferdinand og Owen Hargreaves, sem allir voru í byrjunarliðinu í Moskvu fyrir sjö árum þegar liðið vann Meistaradeildina, höfðu fátt fallegt um United að segja í myndveri BT Sport eftir leikinn. „Maður býst við að liðið skapi sér meira og að menn taki ákveðin hlaup í gegnum vörnina. Það er enginn að skapa neitt. Maður myndi halda að það væru einhver gæði þarna með Schweinsteiger og Herrera,“ sagði Paul Scholes og Rio Ferdinand tók undir orð félaga síns.Gary Lineker ræðir við United-mennina þrjá á Meistaradeildarkvöldi BT Sport í gærkvöldi.mynd/skjáskotSpurningarnar margar en svörin fá „Ég get ekki ímyndað mér hversu pirraður Louis van Gaal er núna eftir að vinna Everton 3-0 og fara svo þetta. Það var ekki næstum því sami kraftur í liðinu,“ sagði Rio. „Rétta orðið er hugmyndasnautt. Mér finnst eins og ég eins og biluð plata. Þetta er það sama og ég segi í hvert einasta skipti sem ég horfi á United.“ „Það eru bara engir mögulegar í boði þegar boltinn er úti á kanti, inn á miðjunni eða framarlega á vellinum. Þetta er einfandlega ekki Manchester United,“ sagði Rio Ferdinand. United er búið að eyða meira en 200 milljónum punda í nýja leikmenn á síðustu tveimur árum og finnst Owen Hargreaves að liðið eigi að geta búið til meira í sókninni. „Þetta var ekki slæmt en ekki gott. Með alla þessa leikmenn á vellinum hlýturðu að geta skapað þér meira,“ sagði Hargreaves. „United var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik en olli CSKA engum vandræðum. Í seinni hálfleik var liðið beinskeittara með Fellaini inn á vellinum, en spurningarnar í kringum United liðið eru enn þá margar og svörin fá,“ sagði Owen Hargreaves. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Manchester United er með fjögur stig í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn CSKA Moskvu í Rússlandi í gærkvöldi. United er aðeins búið að vinna einn leik af þremur, en liðið olli vonbrigðum í gær eftir að pakka saman Everton, 3-0, um helgina. Þrír fyrrverandi leikmenn Manchester United; Paul Scholes, Rio Ferdinand og Owen Hargreaves, sem allir voru í byrjunarliðinu í Moskvu fyrir sjö árum þegar liðið vann Meistaradeildina, höfðu fátt fallegt um United að segja í myndveri BT Sport eftir leikinn. „Maður býst við að liðið skapi sér meira og að menn taki ákveðin hlaup í gegnum vörnina. Það er enginn að skapa neitt. Maður myndi halda að það væru einhver gæði þarna með Schweinsteiger og Herrera,“ sagði Paul Scholes og Rio Ferdinand tók undir orð félaga síns.Gary Lineker ræðir við United-mennina þrjá á Meistaradeildarkvöldi BT Sport í gærkvöldi.mynd/skjáskotSpurningarnar margar en svörin fá „Ég get ekki ímyndað mér hversu pirraður Louis van Gaal er núna eftir að vinna Everton 3-0 og fara svo þetta. Það var ekki næstum því sami kraftur í liðinu,“ sagði Rio. „Rétta orðið er hugmyndasnautt. Mér finnst eins og ég eins og biluð plata. Þetta er það sama og ég segi í hvert einasta skipti sem ég horfi á United.“ „Það eru bara engir mögulegar í boði þegar boltinn er úti á kanti, inn á miðjunni eða framarlega á vellinum. Þetta er einfandlega ekki Manchester United,“ sagði Rio Ferdinand. United er búið að eyða meira en 200 milljónum punda í nýja leikmenn á síðustu tveimur árum og finnst Owen Hargreaves að liðið eigi að geta búið til meira í sókninni. „Þetta var ekki slæmt en ekki gott. Með alla þessa leikmenn á vellinum hlýturðu að geta skapað þér meira,“ sagði Hargreaves. „United var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik en olli CSKA engum vandræðum. Í seinni hálfleik var liðið beinskeittara með Fellaini inn á vellinum, en spurningarnar í kringum United liðið eru enn þá margar og svörin fá,“ sagði Owen Hargreaves.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira