Leggja til að fæðingarorlof verði lengt og hámarksgreiðslur hækki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. október 2015 19:20 Verði frumvarpið að lögum munu foreldrar geta varið fyrsta árinu í fæðingarorlofi með barni sínu. vísir/getty Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að fæðingarorlofið verði lengt og hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verið hækkaðar. Að auki er þingflokkur Samfylkingarinnar meðflutningsmenn.Sigríður Ingibjörg Ingadóttirvísir/ernirVerði frumvarpið að veruleika mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða fæðingarorlof og að auki verður hægt að deila tveimur mánuðum á milli sín. Því verður fæðingarorlofið alls heilt ár. Með núverandi fyrirkomulagi fá báðir foreldrar þrjá mánuði og geta deilt þremur á milli sín. Þá er lagt til að hámarksgreiðslur í orlofi hækki úr 370.000 krónum í 500.000 krónur. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi að fullu um áramótin 2018 en að á árinu 2017 verði stigið milliskref á þann veg að hvort foreldri fái fjóra mánuði í orlof og tveimur sé skipt á milli þeirra. „Markmið þess að leggja til hækkun á hámarksfjárhæð er að virða rétt barna til samveru við báða foreldra og að jafna stöðu foreldra til þátttöku á vinnumarkaði og umönnunar barna. Afleiðingar lækkunar hámarksfjárhæðarinnar hafa verið þær að sífellt færri feður taka fæðingarorlof þar sem tekjur þeirra eru að jafnaði hærri en tekjur mæðra. Mæður eiga af eðlilegum ástæðum erfiðara með að stytta fæðingarorlofstímabil sitt þó margar þeirra lækki núorðið mikið í launum þá mánuði sem þær eru í fæðingarorlofi,” segir í greinargerð með frumvarpinu. Ekki er kveðið á um hækkun lágmarksgreiðslna eða fæðingarstyrkja sem nýtast þeim sem eru í lágu starfshlutfalli, í námi eða utan vinnumarkaðar. Þær greiðslur hækki án aðkomu Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30 Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00 Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00 Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að fæðingarorlofið verði lengt og hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verið hækkaðar. Að auki er þingflokkur Samfylkingarinnar meðflutningsmenn.Sigríður Ingibjörg Ingadóttirvísir/ernirVerði frumvarpið að veruleika mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða fæðingarorlof og að auki verður hægt að deila tveimur mánuðum á milli sín. Því verður fæðingarorlofið alls heilt ár. Með núverandi fyrirkomulagi fá báðir foreldrar þrjá mánuði og geta deilt þremur á milli sín. Þá er lagt til að hámarksgreiðslur í orlofi hækki úr 370.000 krónum í 500.000 krónur. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi að fullu um áramótin 2018 en að á árinu 2017 verði stigið milliskref á þann veg að hvort foreldri fái fjóra mánuði í orlof og tveimur sé skipt á milli þeirra. „Markmið þess að leggja til hækkun á hámarksfjárhæð er að virða rétt barna til samveru við báða foreldra og að jafna stöðu foreldra til þátttöku á vinnumarkaði og umönnunar barna. Afleiðingar lækkunar hámarksfjárhæðarinnar hafa verið þær að sífellt færri feður taka fæðingarorlof þar sem tekjur þeirra eru að jafnaði hærri en tekjur mæðra. Mæður eiga af eðlilegum ástæðum erfiðara með að stytta fæðingarorlofstímabil sitt þó margar þeirra lækki núorðið mikið í launum þá mánuði sem þær eru í fæðingarorlofi,” segir í greinargerð með frumvarpinu. Ekki er kveðið á um hækkun lágmarksgreiðslna eða fæðingarstyrkja sem nýtast þeim sem eru í lágu starfshlutfalli, í námi eða utan vinnumarkaðar. Þær greiðslur hækki án aðkomu Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30 Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00 Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00 Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30
Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00
Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50
Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00