Hlutverk forseta Íslands Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. október 2015 07:00 Í framhaldi af grein Stefáns Jóns Hafstein sl. helgi blanda ég mér í umræðuna. Sem frambjóðandi 2012 bý ég yfir margs konar reynslu og stefnumótun sem á erindi til lesenda Fbl. Hlutverk forsetans skilgreindi ég svona – og tel orðin í góðu gildi: Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi. Við viljum sjá sanngirni og ábyrgð í verki. Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættismaður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna. Forsetinn getur stuðlað að því sem við viljum með orðum og þeim gerðum er ákvæði stjórnarskrár lýsa í heild sinni. Viðfangsefni forsetans eru mörg og misflókin. Hann stuðlar að lýðræðislegum lausnum með sem mestum stuðningi í samfélaginu. Hann sameinar í störfum sínum almenn stjórnmál í víðum skilningi, önnur samfélagsmál, siðræna umræðu og sendistörf sem þjóðarfulltrúi í útlöndum. Hann eflir samstarf við aðrar þjóðir.Ég legg áherslu meðal annars á eftirfarandi atriði: Samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélags okkar. Skilvirkt, fjölbreytt og einstaklingsmiðað menntakerfi. Atvinnu og menningarstarf ungs fólks. Styrka samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs án tillits til kyns, kynhneigðar eða húðlitar. Sérþekkingu vísindanna og nýsköpun. Jafnrétti og mannréttindi á grunni Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri samþykkta. Aukið viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins. Blómlega landsbyggð og styrk bæjarfélög. Sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Kynningu heima og heiman á stöðu og eðli íslenskrar náttúru. Kynningu heima og heiman á íslenskri og alþjóðlegri menningu. Samræður sem flestra um framtíð veraldarinnar, frið, frelsi og lýðræði. Öflugt samstarf Norðurlanda. Jafnræði þjóða og allra trúarbragða og lífsskoðana. Aukin samskipti við þróunarlönd. Sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða. Lýðræðislegar ákvarðanir um helstu samskipti við aðrar þjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af grein Stefáns Jóns Hafstein sl. helgi blanda ég mér í umræðuna. Sem frambjóðandi 2012 bý ég yfir margs konar reynslu og stefnumótun sem á erindi til lesenda Fbl. Hlutverk forsetans skilgreindi ég svona – og tel orðin í góðu gildi: Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi. Við viljum sjá sanngirni og ábyrgð í verki. Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættismaður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna. Forsetinn getur stuðlað að því sem við viljum með orðum og þeim gerðum er ákvæði stjórnarskrár lýsa í heild sinni. Viðfangsefni forsetans eru mörg og misflókin. Hann stuðlar að lýðræðislegum lausnum með sem mestum stuðningi í samfélaginu. Hann sameinar í störfum sínum almenn stjórnmál í víðum skilningi, önnur samfélagsmál, siðræna umræðu og sendistörf sem þjóðarfulltrúi í útlöndum. Hann eflir samstarf við aðrar þjóðir.Ég legg áherslu meðal annars á eftirfarandi atriði: Samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélags okkar. Skilvirkt, fjölbreytt og einstaklingsmiðað menntakerfi. Atvinnu og menningarstarf ungs fólks. Styrka samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs án tillits til kyns, kynhneigðar eða húðlitar. Sérþekkingu vísindanna og nýsköpun. Jafnrétti og mannréttindi á grunni Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri samþykkta. Aukið viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins. Blómlega landsbyggð og styrk bæjarfélög. Sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Kynningu heima og heiman á stöðu og eðli íslenskrar náttúru. Kynningu heima og heiman á íslenskri og alþjóðlegri menningu. Samræður sem flestra um framtíð veraldarinnar, frið, frelsi og lýðræði. Öflugt samstarf Norðurlanda. Jafnræði þjóða og allra trúarbragða og lífsskoðana. Aukin samskipti við þróunarlönd. Sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða. Lýðræðislegar ákvarðanir um helstu samskipti við aðrar þjóðir.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar