Kári Árnason spilaði allan leikinn í vörn Malmö sem vann 1-0 sigur á Shakhtar Donetsk á heimavelli.
Markus Rosenberg skoraði eina mark leiksins strax á 17. mínútu en Malmö-menn fengu fjölda færa til að bæta við mörkum það besta þegar Andriy Pyatov varði víti frá Nikola Djurdjić.
Malmö var búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Paris Saint-Germain og Real Madrid en liðið er nú í 3. sæti, fjórum stigum á eftir toppliðunum.
Wolfsburg er með tveggja stiga forskot á Manchester United og CSKA Moskvu í A-riðlinum eftir 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld en PSV Eindhoven, sem vann United í fyrstu umferð, hefur ekki náð í stig síðan.
Atlético Madrid komst upp að hlið Benfica á toppi C-riðils eftir 4-0 heimasigur á Astana á sama tíma og Galatasaray vann 2-1 sigur á Benfica.
Benfica komst yfir í upphafi leiks í Tyrklandi en Selcuk Inan jafnaði úr víti og Lukas Podolski skoraði síðan sigurmarkið.
Juventus gerði bara markalaust jafntefli á móti Borussia Mönchengladbach á heimavelli og hefur bara eins stigs forskot á Manchester City eftir að Belginn Kevin De Bruyne tryggði City-liðinu öll stigin í uppbótartíma.

A-riðill
Malmö - Shakhtar Donetsk 1-0
1-0 Markus Rosenberg (17.).
Paris Saint-Germain - Real Madrid 0-0
B-riðill
CSKA Moskva - Manchester United 1-1
1-0 Seydou Doumbia (15.), 1-1 Anthony Martial (65.).
Wolfsburg - PSV Eindhoven 2-0
1-0 Bas Dost (47.), 2-0 Max Kruse (57.).
C-riðill
Atlético Madrid - Astana 4-0
1-0 Saúl (23.), 2-0 Jackson Martínez (29.), 3-0 Óliver Torres (63.), 4-0 Sjálfsmark Denys Dedechko (89.)
Galatasaray - Benfica 2-1
0-1 Nicolás Gaitán (2.), 1-1 Selcuk Inan, víti (19.), 2-1 Lukas Podolski (33.).
D-riðill
Manchester City - Sevilla 2-1
0-1 Yevhen Konoplyanka (30.), 1-1 Sjálfsmark (36.), 2-1 Kevin De Bruyne (90.+1).
Juventus - Borussia Mönchengladbach 0-0