Ætla mér að komast til Ríó Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2015 06:30 Njarðvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson. Vísir/Stefán Arnar Helgi Lárusson er mættur til Doha í Katar þar sem hann mun taka þátt í þrem greinum á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum en mótið hefst í gær. Arnar Helgi er 39 ára gamall Njarðvíkingur. Í dag mun Arnar Helgi keppa í 100 metra hjólastólaspretti og þrem dögum síðar er komið að 200 metra keppninni. Hann lýkur svo keppni þann 27. október er hann tekur þátt í 400 metra keppninni. "Ég er bestur í 100 metra sprettinum þó svo ég hafi gert margt annað í stólnum eins og að taka maraþon. Ég hef tekið maraþon í móti á tveim tímum og tveimur mínútum. Á æfingu hef ég farið á einum tíma og 46 mínútum." Arnar Helgi er með auga á að komast inn á Ólympíumót fatlaðra næsta sumar en til þess að komast þangað þarf hann að fara metrana 100 á 16 sekúndum. "Ég á best 17,77 sekúndur í dag en ég hef farið undir 16 sekúndur á æfingu. Á síðustu mótum var bleyta og annað sem stóð í vegi fyrir því að maður næði þeim árangri sem stefnt var að," segir Arnar Helgi en veðuraðstæður ættu þó ekki að vera honum í hag í hitanum í Doha. "Það er bara spurning með vindinn. Hvort hann sé í bakið á manni eða á móti. Það skiptir miklu máli. Við erum auðvitað lélegir af stað en við viðhöldum hraðanum mjög vel er við komumst á siglinguna. Þetta hefur allt verið upp á við hjá mér og ég er alltaf að bæta mig. Markmiðið hjá mér á þessu móti er að tryggja mig inn á Ólympíumótið í 100 metrunum. Ég ætla svo að reyna að bæta mína tíma í hinum vegalengdunum." Þessi metnaðarfulli íþróttamaður á sér fleiri markmið á þessu móti en að tryggja sér farseðilinn til Ríó. "Ég er með lakasta tímann af þeim 18 keppendum sem tryggðu sig inn á mótið og aðalmarkmiðið er að ná betri árangri en einhver af þeim. Svo skiptir alltaf máli hvernig brautin er. Hvort hún sé hröð eða hæg. Ég hef heyrt að hún sé ekkert sérstaklega hröð. Það skiptir ekki máli því ég ætla samt að slá Íslandsmet. Ég er alveg ákveðinn í því." Ólíkt eflaust einhverjum þá óttast Arnar Helgi ekki hitann í Doha þar sem hann segist kunna vel við sig í miklum hita. "Mér líkar vel við góða veðrið. Maður stífnar síður upp í svona aðstæðum og þetta verður bara gaman. Ég fer út með fínt sjálfstraust enda hef ég verið miklu stöðugri í æfingum upp á síðkastið og nú þarf ég bara að negla á það."Arnar Helgi LárussonVísir/StefánStóllinn er úr áli "Það er misjafnt hvað menn fá í vöggugjöf. Ég fékk þessa smíðahæfileika í vöggugjöf sem er gott því ég er ekkert sérstaklega góður á bókina," segir Arnar Helgi um stólinn sem hann keppir í en hann smíðaði stólinn sjálfur. "Stóllinn er smíðaður úr áli til þess að hann sé sem léttastur. Stóllinn er átta kíló sem er gott." Það eru ýmsir staðlar sem stólarnir þurfa að uppfylla og stóllinn hans Arnars uppfyllir þá alla. Arnar segir að það hafi tekið sinn tíma að smíða stólinn. "Það liggur ómældur tími í hönnun og hugsun. Smíðin sjálf hefur tekið svona þrjár vikur. Allir stólar í þessari íþrótt eru sérsmíðaðir. Þetta þarf að vera eins og skór. Þetta þarf að smellpassa og ég þarf að troða mér ofan í stólinn." Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sjá meira
Arnar Helgi Lárusson er mættur til Doha í Katar þar sem hann mun taka þátt í þrem greinum á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum en mótið hefst í gær. Arnar Helgi er 39 ára gamall Njarðvíkingur. Í dag mun Arnar Helgi keppa í 100 metra hjólastólaspretti og þrem dögum síðar er komið að 200 metra keppninni. Hann lýkur svo keppni þann 27. október er hann tekur þátt í 400 metra keppninni. "Ég er bestur í 100 metra sprettinum þó svo ég hafi gert margt annað í stólnum eins og að taka maraþon. Ég hef tekið maraþon í móti á tveim tímum og tveimur mínútum. Á æfingu hef ég farið á einum tíma og 46 mínútum." Arnar Helgi er með auga á að komast inn á Ólympíumót fatlaðra næsta sumar en til þess að komast þangað þarf hann að fara metrana 100 á 16 sekúndum. "Ég á best 17,77 sekúndur í dag en ég hef farið undir 16 sekúndur á æfingu. Á síðustu mótum var bleyta og annað sem stóð í vegi fyrir því að maður næði þeim árangri sem stefnt var að," segir Arnar Helgi en veðuraðstæður ættu þó ekki að vera honum í hag í hitanum í Doha. "Það er bara spurning með vindinn. Hvort hann sé í bakið á manni eða á móti. Það skiptir miklu máli. Við erum auðvitað lélegir af stað en við viðhöldum hraðanum mjög vel er við komumst á siglinguna. Þetta hefur allt verið upp á við hjá mér og ég er alltaf að bæta mig. Markmiðið hjá mér á þessu móti er að tryggja mig inn á Ólympíumótið í 100 metrunum. Ég ætla svo að reyna að bæta mína tíma í hinum vegalengdunum." Þessi metnaðarfulli íþróttamaður á sér fleiri markmið á þessu móti en að tryggja sér farseðilinn til Ríó. "Ég er með lakasta tímann af þeim 18 keppendum sem tryggðu sig inn á mótið og aðalmarkmiðið er að ná betri árangri en einhver af þeim. Svo skiptir alltaf máli hvernig brautin er. Hvort hún sé hröð eða hæg. Ég hef heyrt að hún sé ekkert sérstaklega hröð. Það skiptir ekki máli því ég ætla samt að slá Íslandsmet. Ég er alveg ákveðinn í því." Ólíkt eflaust einhverjum þá óttast Arnar Helgi ekki hitann í Doha þar sem hann segist kunna vel við sig í miklum hita. "Mér líkar vel við góða veðrið. Maður stífnar síður upp í svona aðstæðum og þetta verður bara gaman. Ég fer út með fínt sjálfstraust enda hef ég verið miklu stöðugri í æfingum upp á síðkastið og nú þarf ég bara að negla á það."Arnar Helgi LárussonVísir/StefánStóllinn er úr áli "Það er misjafnt hvað menn fá í vöggugjöf. Ég fékk þessa smíðahæfileika í vöggugjöf sem er gott því ég er ekkert sérstaklega góður á bókina," segir Arnar Helgi um stólinn sem hann keppir í en hann smíðaði stólinn sjálfur. "Stóllinn er smíðaður úr áli til þess að hann sé sem léttastur. Stóllinn er átta kíló sem er gott." Það eru ýmsir staðlar sem stólarnir þurfa að uppfylla og stóllinn hans Arnars uppfyllir þá alla. Arnar segir að það hafi tekið sinn tíma að smíða stólinn. "Það liggur ómældur tími í hönnun og hugsun. Smíðin sjálf hefur tekið svona þrjár vikur. Allir stólar í þessari íþrótt eru sérsmíðaðir. Þetta þarf að vera eins og skór. Þetta þarf að smellpassa og ég þarf að troða mér ofan í stólinn."
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sjá meira