Tesla Model S fær slæma dóma fyrir áreiðanleika Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:36 Tesla Model S. Car and Driver Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent