Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 10:15 Bashar al-Assad og Vladimir Putin í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00
Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00
Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22
Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38