Minnsti Porsche nær 300 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 15:18 Líklega var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem náði 300 km hraða á klukkustund Ferrari 288 GTO árið 1984 og kostaði hann ógrynni fjár. Núna þarf aðeins minnstu gerð Porsche bíls til að ná þessum hraða, eða Porsche Boxster Spyder. Það sem meira er, þessi Porsche er aðeins 1.315 kg bíll, beinskiptur og með “tjald” fyrir þak, þ.e. blæjubíll. Hann er með 375 hestafla og 3,8 lítra vél. Porsche segir reyndar að þessi bíll sé með 290 km hámarkshraða, en í myndskeiðinu hér að ofan sést að hann kemst uppí 300 km hraða. Alvanalegt er að Porsche gefi upp lægri frammistöðutölur en síðan reynast. Þess má geta að fyrsti Porsche Boxster bíllinn sem framleiddur var árið 1996 var aðeins með 240 km hámarkshraða. Í myndskeiðinu sést að bíllinn nær 300 km hraða á 7.150 snúningum en hún á að geta snúist á 7.800 snúningum áður en hugbúnaður leyfir ekki meiri snúning. Samkvæmt því ætti þessi knái bíll að geta komist enn hraðar. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent
Líklega var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem náði 300 km hraða á klukkustund Ferrari 288 GTO árið 1984 og kostaði hann ógrynni fjár. Núna þarf aðeins minnstu gerð Porsche bíls til að ná þessum hraða, eða Porsche Boxster Spyder. Það sem meira er, þessi Porsche er aðeins 1.315 kg bíll, beinskiptur og með “tjald” fyrir þak, þ.e. blæjubíll. Hann er með 375 hestafla og 3,8 lítra vél. Porsche segir reyndar að þessi bíll sé með 290 km hámarkshraða, en í myndskeiðinu hér að ofan sést að hann kemst uppí 300 km hraða. Alvanalegt er að Porsche gefi upp lægri frammistöðutölur en síðan reynast. Þess má geta að fyrsti Porsche Boxster bíllinn sem framleiddur var árið 1996 var aðeins með 240 km hámarkshraða. Í myndskeiðinu sést að bíllinn nær 300 km hraða á 7.150 snúningum en hún á að geta snúist á 7.800 snúningum áður en hugbúnaður leyfir ekki meiri snúning. Samkvæmt því ætti þessi knái bíll að geta komist enn hraðar.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent