Átta mörk í ótrúlegum leik | Alfreð fékk ekkert að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 21:00 Roma skoraði fjögur mörk í röð en tókst samt ekki að fagna sigri í Þýskalandi í kvöld. Vísir/EPA Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu