Frumkvöðull förðunarkennslumyndbandanna hættir Ritstjórn skrifar 20. október 2015 14:30 Michelle Phan Video bloggarinn Michelle Phan hefur tilkynnt að hún ætli að hætta að gera förðunarmyndbönd á Youtube síðu sinni og sinna öðrum verkefnum. Hún segist með tímanum hafa verið búin að þróa með sér annað sjálf sem hún vill losna við, og segist hún ekki geta gert það nema að hætta að búa til förðunarmyndbönd. Hún ætlar þó ekki að loka síðunni, heldur beryta áherslunum og gera lífstílstengdari myndbönd. Phan var með þeim fyrstu til þess að byrja að taka upp og birta förðunarkennslumyndbönd á Youtube. Hún er þekkt fyrir að breyta sér mikið í förðunarmyndböndum sínum og hefur hún meðal annars breytt sér í Barbie dúkku og Lady Gaga, ásamt því að hafa gert margskonar hugmyndir fyrir Hrekkjavökuna. Á þessum átta árum síðan Phan opnaði Youtube síðuna sína hefur hún fengið meira en átta milljón fylgjendur. Hún ætlar nú að einbeita sér að öðrum verkefnum svo sem heimasíðunni Ipsy.com þar sem þú færð sérvaldar prufur af snyrtivörum sendar til þín og færð svo kennslu á þær vörur á youtube. Glamour Fegurð Mest lesið Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Vinna best saman í liði Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Klæðum okkur upp á kjördag Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Prúðbúin á frumsýningu Rocky Horror Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour
Video bloggarinn Michelle Phan hefur tilkynnt að hún ætli að hætta að gera förðunarmyndbönd á Youtube síðu sinni og sinna öðrum verkefnum. Hún segist með tímanum hafa verið búin að þróa með sér annað sjálf sem hún vill losna við, og segist hún ekki geta gert það nema að hætta að búa til förðunarmyndbönd. Hún ætlar þó ekki að loka síðunni, heldur beryta áherslunum og gera lífstílstengdari myndbönd. Phan var með þeim fyrstu til þess að byrja að taka upp og birta förðunarkennslumyndbönd á Youtube. Hún er þekkt fyrir að breyta sér mikið í förðunarmyndböndum sínum og hefur hún meðal annars breytt sér í Barbie dúkku og Lady Gaga, ásamt því að hafa gert margskonar hugmyndir fyrir Hrekkjavökuna. Á þessum átta árum síðan Phan opnaði Youtube síðuna sína hefur hún fengið meira en átta milljón fylgjendur. Hún ætlar nú að einbeita sér að öðrum verkefnum svo sem heimasíðunni Ipsy.com þar sem þú færð sérvaldar prufur af snyrtivörum sendar til þín og færð svo kennslu á þær vörur á youtube.
Glamour Fegurð Mest lesið Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Vinna best saman í liði Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Klæðum okkur upp á kjördag Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Prúðbúin á frumsýningu Rocky Horror Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour