Mál Björns Kristjánssonar, bakvarðar Íslandsmeistara KR, var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudaginn.
Forsaga málsins er sú að í samtali við Vísi á föstudaginn sakaði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ÍR og Njarðvík um að hafa haft samband við Björn án leyfis frá Vesturbæjarliðinu.
KR og Njarðvík mættust síðar um kvöldið þar sem KR-ingar unnu stórsigur, 105-76.
Eftir leikinn vísaði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga, orðum Böðvars til föðurhúsanna í símaviðtali við Kjartan Atla Kjartansson, stjórnanda Körfuboltakvölds. Í gær sváru ÍR-ingar svo af sér allar sakir og sögðust ekki hafa rætt við Björn.
„Ég man ekki eftir svona rifrildi áður. Þetta er mjög áhugavert,“ sagði Kristinn Friðriksson í Körfuboltakvöldi um mál Björns.
„Og hvað gerðist? Ég hef ekki hugmynd,“ bætti Kristinn við, undrandi á svip.
Hermann Hauksson setti spurningarmerki við þá ákvörðun Böðvars að fara með málið í fjölmiðla.
„Mér finnst það svolítið skrítið að henda sér í eitthvað viðtal og reyna að sprengja þetta upp.
„Þetta er rosalega áhugavert og rosalega viðkvæmt ef menn eru að gera þetta,“ sagði Hermann en í framhaldinu ræddu Kjartan og sérfræðingarnir um skort á skýru regluverki hvað þessi mál varðar í körfuboltanum á Íslandi.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld: Björnsmál | Myndband
Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Var búinn að heyra að hann væri með Excel-skjal | Myndband
Kristinn Friðriksson segir að brottrekstur Pieti Poikola hafi ekki komið honum á óvart.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 105-76 | Stórsigur Íslandsmeistaranna
KR rúllaði yfir Njarðvík, 105-76, í 4. umferð Domino's deildar karla í kvöld.

Körfuboltakvöld: Var með smjörfingur en er kominn með Uhu á puttana | Myndband
Ragnar Nathanaelsson átti stórleik í sigri Þórs á FSu.

Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“
KR-ingar ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga sem þeir mæta í sjónvarpsleik í Dominos-deild karla í kvöld.

ÍR-ingar segjast ekki hafa rætt við Björn
ÍR-ingar sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir hafna því að hafa rætt við Björn Kristjánsson, bakvörð Íslandsmeistara KR, eins og Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, hélt fram í samtali við Vísi í gær.

Teitur: Enginn frá Njarðvík hafði samband við Björn í vikunni
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, var óánægður með orð sem formaður meistaraflokksráðs KR lét falla á Vísi í dag.