Norræn yfirlýsing á loftslagsráðstefnu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, fara bæði á loftslagsráðstefnu Sameinu þjóðanna. vísir/vilhelm Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson. Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson.
Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira