Á fundi háttsettra embættismanna frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Íran og fjölmörgum öðrum ríkjum í dag, var ekki komist að niðurstöðu um hlutverk Bashar al-Assad, forseta Sýrlands í friðarviðræðunum.
Sergei Lavrov og John Kerry, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, sögðu eftir fundinn að þeir væru ósammála um málið. Rússar og Íran vilja að Assad komi að framtíð Sýrlands, en aðrir segja það ómögulegt.
Samkvæmt AP fréttaveitunni felur þessi nýja áætlun í sér vopnahlé innan fjögurra til sex mánaða. Því næst yrði skipuð ríkisstjórn til bráðabirgða sem skipuð væri bæði aðilum tengdum Assad og uppreisnarmönnum.
Nýr fundur var boðaður eftir tvær vikur.