Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 15:00 Björn Kristjánsson í leik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. vísir/getty Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15. Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15.
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga