Citroën ætlar að selja bíla á vefnum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 14:58 Citroën Cactus M. Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent
Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent