Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 11:31 Volkswagen Passat. Volkswagen Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira