Nú er kominn tími til að færa þynnri haustflíkur aftar í fataskápinn og taka fram það hlýjasta sem við eigum fyrir dimma daga sem fram undan eru. Kuldinn nálgast okkur hröðum skrefum og því mikilvægt að vera við því búinn.

Heppnin virðist vera með okkur þetta árið því síðar kápur, pelsar, dúnúlpur, stórir treflar og loð eru dæmi um vetrarklæðnað sem hátískan tók fyrir.

Allt er leyfilegt miðað við mismunandi útfærslur hönnuða og á meðfylgjandi myndum getum við stolið stílnum beint af pöllunum.

Minnum okkur á að það er aldrei í tísku að vera illa klæddur.
