NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2015 07:00 Það hitnaði aðeins í kolunum hjá DeAndre Jordan og Dirk Nowitzki. Vísir/EPA Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. Blake Griffin skoraði 26 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann öruggan 104-88 heimasigur á Dallas Mavericks. Jamal Crawford var með fimmtán stig en augu flestra voru þó á einum manni í liði Los Angeles Clippers. Miðherjinn DeAndre Jordan var í sumar búinn að ákveða það að yfirgefa Los Angeles Clippers og semja við Dallas Mavericks eða að þar til að hann fékk heimsókn frá liðsfélögum sínum í Clippers sem sannfærðu hann um að hætta við. Mark Cuban, eigandi Dallas-liðsins, og stjörnuleikmaðurinn Dirk Nowitzki, voru allt annað en ánægðir með ákvörðun DeAndre Jordan sem var mikill örlagavaldur fyrir síðustu tímabilin hjá Nowitzki. Nowitzki lét DeAndre Jordan líka aðeins finna fyrir því í nótt. DeAndre Jordan var með 6 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Dirk Nowitzki skoraði 16 stig fyrir Dallas. Marc Gasol var með 20 stig og leikstjórnandinn Mike Conley bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum þegar Memphis Grizzlies vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu með því að leggja Indiana Pacers að velli 112-103. Indiana Pacers hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum sem hefur ekki gerst í sex ár. George Hill skoraði 20 stig fyrir Indiana og þeir Paul George og C.J. Miles voru með 18 stig hvor. Indiana var vel inn í leiknum en Memphis gaf í í lokin og tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu 3:49 mínútur leiksins 18-7. Jeff Teague fór fyrir liði Atlanta Hawks í fyrsta sigri liðsins á tímabilinu en leikstjórnandinn eldsnöggi var með 23 stig í 112-101 sigri á New York Knicks. Al Horford var með 21 stig fyrir Atlanta sem tapaði frekar óvænt fyrir Detroit Pistons í fyrsta leik. Kyle Korver skoraði 15 stig og Paul Millsap var með 11 stig og 11 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir New York Knicks en þurfti til þess 27 skot. Robin Lopez bætti við 18 stigum en New York liðinu tókst ekki að fylgja á eftir sigri á Milwaukee kvöldið áður. NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. Blake Griffin skoraði 26 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann öruggan 104-88 heimasigur á Dallas Mavericks. Jamal Crawford var með fimmtán stig en augu flestra voru þó á einum manni í liði Los Angeles Clippers. Miðherjinn DeAndre Jordan var í sumar búinn að ákveða það að yfirgefa Los Angeles Clippers og semja við Dallas Mavericks eða að þar til að hann fékk heimsókn frá liðsfélögum sínum í Clippers sem sannfærðu hann um að hætta við. Mark Cuban, eigandi Dallas-liðsins, og stjörnuleikmaðurinn Dirk Nowitzki, voru allt annað en ánægðir með ákvörðun DeAndre Jordan sem var mikill örlagavaldur fyrir síðustu tímabilin hjá Nowitzki. Nowitzki lét DeAndre Jordan líka aðeins finna fyrir því í nótt. DeAndre Jordan var með 6 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Dirk Nowitzki skoraði 16 stig fyrir Dallas. Marc Gasol var með 20 stig og leikstjórnandinn Mike Conley bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum þegar Memphis Grizzlies vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu með því að leggja Indiana Pacers að velli 112-103. Indiana Pacers hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum sem hefur ekki gerst í sex ár. George Hill skoraði 20 stig fyrir Indiana og þeir Paul George og C.J. Miles voru með 18 stig hvor. Indiana var vel inn í leiknum en Memphis gaf í í lokin og tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu 3:49 mínútur leiksins 18-7. Jeff Teague fór fyrir liði Atlanta Hawks í fyrsta sigri liðsins á tímabilinu en leikstjórnandinn eldsnöggi var með 23 stig í 112-101 sigri á New York Knicks. Al Horford var með 21 stig fyrir Atlanta sem tapaði frekar óvænt fyrir Detroit Pistons í fyrsta leik. Kyle Korver skoraði 15 stig og Paul Millsap var með 11 stig og 11 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir New York Knicks en þurfti til þess 27 skot. Robin Lopez bætti við 18 stigum en New York liðinu tókst ekki að fylgja á eftir sigri á Milwaukee kvöldið áður.
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum