Meistararnir unnu sjötta leikinn í röð | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2015 11:00 Curry hefur skarað fram úr í frábæru liði Golden State Vísir/Getty Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu í nótt sjötta leikinn í röð í NBA-deildinni með fimmtán stiga sigri á Denver Nuggets, 119-104, en Golden State Warriors er síðasta taplausa lið deildarinnar að sex leikjum loknum. Þrátt fyrir að það vanti þjálfara liðsins, Steve Kerr, á hliðarlínuna virðast leikmenn liðsins vera hungraðir í að sanna að meistaratitill síðasta árs hafi ekki verið nein heppni en liðið slátraði meðal annars Memphis Grizzlies á dögunum. Stephen Curry sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. Most Valuable Player) á síðasta tímabili var aðeins þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu með 34 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka sjö fráköst í leiknum. Eftir tap Toronto Raptors gegn Orlando Magic í nótt er Golden State síðasta ósigraða liðið í deildinni að sex leikjum loknum.Harden var frábær að vanda.Vísir/GettyLeikmenn Houston Rockets virðast vera að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en liðið vann þriðja leik sinn í röð í nótt á útivelli gegn Sacramento Kings. James Harden steig heldur betur upp í fjarveru Dwight Howard og setti 43 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Leikmenn Los Angeles Lakers unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu með sex stiga sigri á Brooklyn Nets en í leiknum mættust tveir launahæstu leikmenn deildarinnar, Kobe Bryant og Joe Johnson. Kobe var stigahæstur í liði Lakers með átján stig en hann hitti ekki úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum.Maðurinn sem kallar sig kónginn.Vísir/gettyÞá varð LeBron James í nótt aðeins 20. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þeim merka áfanga að setja niður 9000 skot í deildinni í naumum sex stiga sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers. James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 31 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif gærkvöldsins ásamt samantekt á frábærum frammistöðum hjá Harden og Paul George í nótt.Úrslit kvöldsins: Toronto Raptors 87-92 Orlando Magic Washington Wizards 98-118 Boston Celtics Los Angeles Lakers 104-98 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 102-108 Cleveland Cavaliers Milwaukee Bucks 99-92 New York Knicks Miami Heat 87-90 Indiana Pacers Atlanta Hawks 121-115 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 100-92 Phoenix Suns Denver Nuggets 104-119 Golden State Warriors Houston Rockets 116-110 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: George og Harden voru frábærir í nótt: NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu í nótt sjötta leikinn í röð í NBA-deildinni með fimmtán stiga sigri á Denver Nuggets, 119-104, en Golden State Warriors er síðasta taplausa lið deildarinnar að sex leikjum loknum. Þrátt fyrir að það vanti þjálfara liðsins, Steve Kerr, á hliðarlínuna virðast leikmenn liðsins vera hungraðir í að sanna að meistaratitill síðasta árs hafi ekki verið nein heppni en liðið slátraði meðal annars Memphis Grizzlies á dögunum. Stephen Curry sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. Most Valuable Player) á síðasta tímabili var aðeins þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu með 34 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka sjö fráköst í leiknum. Eftir tap Toronto Raptors gegn Orlando Magic í nótt er Golden State síðasta ósigraða liðið í deildinni að sex leikjum loknum.Harden var frábær að vanda.Vísir/GettyLeikmenn Houston Rockets virðast vera að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en liðið vann þriðja leik sinn í röð í nótt á útivelli gegn Sacramento Kings. James Harden steig heldur betur upp í fjarveru Dwight Howard og setti 43 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Leikmenn Los Angeles Lakers unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu með sex stiga sigri á Brooklyn Nets en í leiknum mættust tveir launahæstu leikmenn deildarinnar, Kobe Bryant og Joe Johnson. Kobe var stigahæstur í liði Lakers með átján stig en hann hitti ekki úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum.Maðurinn sem kallar sig kónginn.Vísir/gettyÞá varð LeBron James í nótt aðeins 20. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þeim merka áfanga að setja niður 9000 skot í deildinni í naumum sex stiga sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers. James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 31 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif gærkvöldsins ásamt samantekt á frábærum frammistöðum hjá Harden og Paul George í nótt.Úrslit kvöldsins: Toronto Raptors 87-92 Orlando Magic Washington Wizards 98-118 Boston Celtics Los Angeles Lakers 104-98 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 102-108 Cleveland Cavaliers Milwaukee Bucks 99-92 New York Knicks Miami Heat 87-90 Indiana Pacers Atlanta Hawks 121-115 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 100-92 Phoenix Suns Denver Nuggets 104-119 Golden State Warriors Houston Rockets 116-110 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: George og Harden voru frábærir í nótt:
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira