Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 12:36 Frá Jökulsárlóni. vísir/valli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“ Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00