Nýr Mazda CX-9 Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 11:00 Mazda CX-9 er stærsti farþegabíll fyrirtækisins. Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent
Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent