Nýr Mazda CX-9 Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 11:00 Mazda CX-9 er stærsti farþegabíll fyrirtækisins. Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent