Mourinho: Hvort sem það verður eftir fjögur ár, tíu ár eða fimmtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 22:49 Jose Mourinho var brosmildur á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnaði langþráðum sigri í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Dynamo Kiev í Meistaradeildinni. „Það er mikill léttir að vinna þennan leik. Leikmennirnir mínir eiga þennan sigur skilinn eftir alla þá vinnu sem þeir hafa lagt á sig," sagði Jose Mourinho eftir leikinn. „Margir af leikmönnum liðsins eru að komast í sitt besta form en það sem var ólíkt með þessum leik og hinum á undan var að menn höfðu sjálftraust til að komast í gegnum mótlætið. Liðið sýndi andlegan styrk með því að koma til baka og ná í sigurinn eftir að hafa fengið þetta mark á sig fimmtán mínútum fyrir leikslok," sagði Mourinho. Willian var hetja Cheslea en hann lagði upp fyrra markið og skoraði síðan sigurmarkið með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. „Willian er að spila mjög vel og ekki bara í dag. Hann er búinn að vera spila vel í langan tíma. Það skiluðu allir sínu starfi vel en Willian á hrós skilið, fyrir vinnusemina, fyrir þátttöku hans í fyrsta markinu og fyrir gæðin í seinna markinu," sagði Mourinho. „Stuðningsmenn Chelsea sjá að ég er fagmaður. Ég hef átt hér margar frábærar stundir og á margar góðar minningar. Ég mun gefa þeim og liðinu allt mitt til míns síðasta dags hér hvort sem hann verður eftir fjögur ár, tíu ár eða fimmtán ár," sagði Jose Mourinho. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Willian með frábært sigurmark fyrir Chelsea | Sjáið mörkin Brasilíumaðurinn Willian var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 sigur Chelsea á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 4. nóvember 2015 21:45 Neymar með tvö mörk í öruggum sigri Börsunga | Sjáið mörkin Barcelona er í frábærum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir öruggan 3-0 heimasigur á BATE Borisov í 4. umferð riðlakeppninnar í kvöld. 4. nóvember 2015 22:00 Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. 4. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnaði langþráðum sigri í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Dynamo Kiev í Meistaradeildinni. „Það er mikill léttir að vinna þennan leik. Leikmennirnir mínir eiga þennan sigur skilinn eftir alla þá vinnu sem þeir hafa lagt á sig," sagði Jose Mourinho eftir leikinn. „Margir af leikmönnum liðsins eru að komast í sitt besta form en það sem var ólíkt með þessum leik og hinum á undan var að menn höfðu sjálftraust til að komast í gegnum mótlætið. Liðið sýndi andlegan styrk með því að koma til baka og ná í sigurinn eftir að hafa fengið þetta mark á sig fimmtán mínútum fyrir leikslok," sagði Mourinho. Willian var hetja Cheslea en hann lagði upp fyrra markið og skoraði síðan sigurmarkið með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. „Willian er að spila mjög vel og ekki bara í dag. Hann er búinn að vera spila vel í langan tíma. Það skiluðu allir sínu starfi vel en Willian á hrós skilið, fyrir vinnusemina, fyrir þátttöku hans í fyrsta markinu og fyrir gæðin í seinna markinu," sagði Mourinho. „Stuðningsmenn Chelsea sjá að ég er fagmaður. Ég hef átt hér margar frábærar stundir og á margar góðar minningar. Ég mun gefa þeim og liðinu allt mitt til míns síðasta dags hér hvort sem hann verður eftir fjögur ár, tíu ár eða fimmtán ár," sagði Jose Mourinho.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Willian með frábært sigurmark fyrir Chelsea | Sjáið mörkin Brasilíumaðurinn Willian var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 sigur Chelsea á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 4. nóvember 2015 21:45 Neymar með tvö mörk í öruggum sigri Börsunga | Sjáið mörkin Barcelona er í frábærum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir öruggan 3-0 heimasigur á BATE Borisov í 4. umferð riðlakeppninnar í kvöld. 4. nóvember 2015 22:00 Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. 4. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Willian með frábært sigurmark fyrir Chelsea | Sjáið mörkin Brasilíumaðurinn Willian var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 sigur Chelsea á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 4. nóvember 2015 21:45
Neymar með tvö mörk í öruggum sigri Börsunga | Sjáið mörkin Barcelona er í frábærum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir öruggan 3-0 heimasigur á BATE Borisov í 4. umferð riðlakeppninnar í kvöld. 4. nóvember 2015 22:00
Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. 4. nóvember 2015 21:30