Það sem ekki má segja Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun