Það sem ekki má segja Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun