Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2015 15:59 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54