Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 16:00 Þorsteinn Sæmundsson í ræðustól. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00