Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Birgir Olgeirsson, Snærós Sindradóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. nóvember 2015 12:17 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun bar hjúkrunarfræðingurinn vitni og lýsti því sem gerðist þegar maður dó óvænt á Landspítalanum í október árið 2012. Konan neitar sök í málinu. Fram kom í máli hennar að umrædd vakt var önnur vaktin hennar í röð og var um kvöldvakt að ræða. Hún var á flakki á milli deilda spítalans þar sem mikið var að gera en maðurinn var á gjörgæslu spítalans. Konan lýsti því að hún hefði ekki kannað svokallaðan vaktara (mónitor) þegar hún mætti á vaktina þar sem hún komst ekki að honum því eiginkona mannsins sat við hann. Grunlaus fyrstu 12 tímana en fékk svo taugaáfall Fannst hjúkrunarfræðingnum mikilvægara að leyfa konunni að sitja áfram við hlið mannsins í stað þess að reka hana úr sæti sínu og minnti á það fyrir dómi að starf heilbrigðisstarfsfólks fælist ekki bara í því að sinna sjúklingum heldur einnig aðstandendum. Daginn eftir að maðurinn lést, eða um tólf tímum síðar, var hjúkrunarfræðingurinn kallaður á fund á spítalanum. Sagði hún að henni hefði ekki þótt það óeðlilegt þar sem venjan er að fara yfir hlutina í kjölfar óvænts dauðfalls. „En þegar ég kem þarna þá skynja ég að það er skrýtið andrúmsloft inni á skrifstofunni. Ég er beðin um að fara yfir vaktina sem ég geri en síðan er ég spurð út í loftið í kraganum og ég bara man það ekki. Þarna byrja samt sjálfsásakanirnar og ég fæ taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði konan fyrir dómi í dag en hún er meðal annars ákærð fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraga þegar hún losaði manninn úr öndunarvél. Kvaðst hún hafa verið í taugaáfalli þegar hún gaf fyrstu skýrslu hjá lögreglu. „Það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur“ Aðspurð um verklagsreglur á spítalanum við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að alltaf væri farið yfir ákveðinn lista þegar mætt væri á vaktina og hún hefði gert það í þessu tilfelli. Það tók greinilega mikið á konuna að bera vitni fyrir dómi. Hún brast í grát og lýsti þeim áhrifum sem málið hefði haft á hana og hennar líf. „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár. Hjónabandið mitt er ónýtt og barnið mitt sem er tólf ára hefur átt mjög erfitt. Mig hefur oft langað til að deyja,“ sagði hún og bætti við stuttu síðar: „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í tölvuert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur.“ Konan er enn að vinna á dagvöktum á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun bar hjúkrunarfræðingurinn vitni og lýsti því sem gerðist þegar maður dó óvænt á Landspítalanum í október árið 2012. Konan neitar sök í málinu. Fram kom í máli hennar að umrædd vakt var önnur vaktin hennar í röð og var um kvöldvakt að ræða. Hún var á flakki á milli deilda spítalans þar sem mikið var að gera en maðurinn var á gjörgæslu spítalans. Konan lýsti því að hún hefði ekki kannað svokallaðan vaktara (mónitor) þegar hún mætti á vaktina þar sem hún komst ekki að honum því eiginkona mannsins sat við hann. Grunlaus fyrstu 12 tímana en fékk svo taugaáfall Fannst hjúkrunarfræðingnum mikilvægara að leyfa konunni að sitja áfram við hlið mannsins í stað þess að reka hana úr sæti sínu og minnti á það fyrir dómi að starf heilbrigðisstarfsfólks fælist ekki bara í því að sinna sjúklingum heldur einnig aðstandendum. Daginn eftir að maðurinn lést, eða um tólf tímum síðar, var hjúkrunarfræðingurinn kallaður á fund á spítalanum. Sagði hún að henni hefði ekki þótt það óeðlilegt þar sem venjan er að fara yfir hlutina í kjölfar óvænts dauðfalls. „En þegar ég kem þarna þá skynja ég að það er skrýtið andrúmsloft inni á skrifstofunni. Ég er beðin um að fara yfir vaktina sem ég geri en síðan er ég spurð út í loftið í kraganum og ég bara man það ekki. Þarna byrja samt sjálfsásakanirnar og ég fæ taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði konan fyrir dómi í dag en hún er meðal annars ákærð fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraga þegar hún losaði manninn úr öndunarvél. Kvaðst hún hafa verið í taugaáfalli þegar hún gaf fyrstu skýrslu hjá lögreglu. „Það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur“ Aðspurð um verklagsreglur á spítalanum við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að alltaf væri farið yfir ákveðinn lista þegar mætt væri á vaktina og hún hefði gert það í þessu tilfelli. Það tók greinilega mikið á konuna að bera vitni fyrir dómi. Hún brast í grát og lýsti þeim áhrifum sem málið hefði haft á hana og hennar líf. „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár. Hjónabandið mitt er ónýtt og barnið mitt sem er tólf ára hefur átt mjög erfitt. Mig hefur oft langað til að deyja,“ sagði hún og bætti við stuttu síðar: „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í tölvuert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur.“ Konan er enn að vinna á dagvöktum á Landspítalanum.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00