50 ár frá tímamótabíl Subaru Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 10:32 Subaru 1000. Þann 21. október kynnti Subaru þennan Subaru 1000 bíl á Hilton hótelinu í Tókýó og 8 dögum síðar á Tokyo Motor Show. Þessi bíll markaði mikil tímamót hjá Subaru, en þetta var fyrsti bíll fyrirtækisins sem ekki var smábíll, eða svokallaður “kei car”. Bíllinn var á þessum tíma afar tæknilega vel búinn og hönnun bílsins markaði tímamót í framleiðslu bíla Subaru. Þessi bíll breytti líka miklu fyrir möguleika Subaru á útflutningi bíla. Þegar bíllinn var kynntur voru ekki nema 8 ár síðan Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl, Subaru 360, en hann var framhjóladrifinn kei bíll.Markaðurinn krafðist stærri bíla Þegar Subaru 1000 bíllinn var kynntur var að myndast mikil þörf á meðal japanskra kaupenda fyrir stærri og þægilegri bíla með meiri tækni og Subaru 360 uppfyllti ekki þá þörf. Subaru hafði reyndar byrjað að hanna bíl í stíl við Subaru 1000 árið 1954, bíl sem byggður var á plötu en ekki grind. Hann átti þó að vera með vél frá Peugeot en Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru hætti við að nota hana og smíðaði þess í stað vél sem var 20% léttari, án þess að tapa afli. Ekta Japanir þar á ferð. Úr varð bíll sem fékk nafnið Subaru 1500 og vitnaði í sprengirými bílsins. Aðeins voru framleidd 20 eintök af bílnum sem mest voru notuð sem leigubílar í borginni Gunma í Japan. Hætt var við smíði bílsins og myndað rými fyrir smíði Subaru 360, þar sem ekki var markaður talinn fyrir þetta stóran bíl enn, en það átti eftir að breytast. Enn var þó haldið áfram að þróa 1500 bílinn og fékk hann vinnuheitið A-5.Átti að uppfylla 5 skilyrði Bíllinn átti að uppfylla 5 skilyrði. Hann átti að vera rúmgóður og þægilegur að innan, með mikið skottrými. Halda átti vigt bílsins niðri og auðvelt átti vera að gera við hann og aðgengi til viðgerða og skoðana á viðhaldshlutum átti að vera gott. Sjálfstæð fjöðrun átti að vera á öllum hjólum til að tryggja góða aksturseiginleika og stöðugleika bílsins. Ending bílsins átti að skara framúr. Miklar prófanir áttu síðan að fara fram á bílnum við lítinn sem mikinn hraða og við erfiðar jafnt sem auðveldar aðstæður.30 einkaleyfi úr Subaru 1000 Svo mikið var lagt í þennan bíl að í kjölfarið sótti Subaru um 30 einkaleyfi á uppfinningum sem finna mátti í bílnum. Mjög fullkomið kælikerfi var fyrir vélina sem aldrei hafði sést áður. Vélin átti að vera neðarlega í bílnum til að tryggja lágan þyngdarpunkt og góða aksturseiginleika. Það varð síðar til smíði Boxer-véla Subaru og hefur verið eitt aðalsmerkja Subaru bíla fram síðan þá. Öll sú vinna sem fór fram við þróun þessa bíls skilaði sér síðan í framtíðarbílum Subaru sem allar götur síðan hafa verið afar áreiðanlegir og tæknilega sniðugir bílar. Subaru 360 var fyrsti bíll fyrirtækisins og var svokallaður "kei"-bíll og agnarsmár. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent
Þann 21. október kynnti Subaru þennan Subaru 1000 bíl á Hilton hótelinu í Tókýó og 8 dögum síðar á Tokyo Motor Show. Þessi bíll markaði mikil tímamót hjá Subaru, en þetta var fyrsti bíll fyrirtækisins sem ekki var smábíll, eða svokallaður “kei car”. Bíllinn var á þessum tíma afar tæknilega vel búinn og hönnun bílsins markaði tímamót í framleiðslu bíla Subaru. Þessi bíll breytti líka miklu fyrir möguleika Subaru á útflutningi bíla. Þegar bíllinn var kynntur voru ekki nema 8 ár síðan Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl, Subaru 360, en hann var framhjóladrifinn kei bíll.Markaðurinn krafðist stærri bíla Þegar Subaru 1000 bíllinn var kynntur var að myndast mikil þörf á meðal japanskra kaupenda fyrir stærri og þægilegri bíla með meiri tækni og Subaru 360 uppfyllti ekki þá þörf. Subaru hafði reyndar byrjað að hanna bíl í stíl við Subaru 1000 árið 1954, bíl sem byggður var á plötu en ekki grind. Hann átti þó að vera með vél frá Peugeot en Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru hætti við að nota hana og smíðaði þess í stað vél sem var 20% léttari, án þess að tapa afli. Ekta Japanir þar á ferð. Úr varð bíll sem fékk nafnið Subaru 1500 og vitnaði í sprengirými bílsins. Aðeins voru framleidd 20 eintök af bílnum sem mest voru notuð sem leigubílar í borginni Gunma í Japan. Hætt var við smíði bílsins og myndað rými fyrir smíði Subaru 360, þar sem ekki var markaður talinn fyrir þetta stóran bíl enn, en það átti eftir að breytast. Enn var þó haldið áfram að þróa 1500 bílinn og fékk hann vinnuheitið A-5.Átti að uppfylla 5 skilyrði Bíllinn átti að uppfylla 5 skilyrði. Hann átti að vera rúmgóður og þægilegur að innan, með mikið skottrými. Halda átti vigt bílsins niðri og auðvelt átti vera að gera við hann og aðgengi til viðgerða og skoðana á viðhaldshlutum átti að vera gott. Sjálfstæð fjöðrun átti að vera á öllum hjólum til að tryggja góða aksturseiginleika og stöðugleika bílsins. Ending bílsins átti að skara framúr. Miklar prófanir áttu síðan að fara fram á bílnum við lítinn sem mikinn hraða og við erfiðar jafnt sem auðveldar aðstæður.30 einkaleyfi úr Subaru 1000 Svo mikið var lagt í þennan bíl að í kjölfarið sótti Subaru um 30 einkaleyfi á uppfinningum sem finna mátti í bílnum. Mjög fullkomið kælikerfi var fyrir vélina sem aldrei hafði sést áður. Vélin átti að vera neðarlega í bílnum til að tryggja lágan þyngdarpunkt og góða aksturseiginleika. Það varð síðar til smíði Boxer-véla Subaru og hefur verið eitt aðalsmerkja Subaru bíla fram síðan þá. Öll sú vinna sem fór fram við þróun þessa bíls skilaði sér síðan í framtíðarbílum Subaru sem allar götur síðan hafa verið afar áreiðanlegir og tæknilega sniðugir bílar. Subaru 360 var fyrsti bíll fyrirtækisins og var svokallaður "kei"-bíll og agnarsmár.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent