Astana frá Kasakstan náði í dag í stig á heimavelli á móti spænska liðinu Atlético Madrid þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í Astana.
Astana-liðið hefur þar með náð í tvö stig í fyrstu fjórum leikjum sínum en leikmenn liðsins eiga þó enn eftir að skora mark.
Astana gerði 2-2 jafntefli á heimavelli í fyrsta heimaleik sínum á móti tyrkneska liðinu Galatasaray en þá voru bæði mörk Astana-liðsins sjálfsmörk hjá leikmönnum Galatasaray.
Leikmenn Galatasaray hafa þar með skorað einu mörk Astana í Meistaradeildinni en þetta er í fyrsta sinn sem þetta lið frá Kasakstan kemst í riðlakeppnina.
Atlético Madrid vann 4-0 sigur þegar liðin mættust á Spáni í síðustu umferð en nú tókst Fernando Torres og félögum ekki að finna leið í markið hjá Kasökunum.
Þetta var í fyrsta sinn sem Astana-liðið heldur hreinu í Meistaradeildinni en liðið var búið að fá á sig átta mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og tvö mörk eða meira í öllum leikjunum.
Atlético Madrid er nú samt á fínum málum í efsta sæti C-riðilsins með sjö stig og einu stigi meira en Benfica sem tekur á móti Galatasaray í kvöld. Galatasaray er með 4 stig.
Hafa ekki skorað sjálfir en eru samt komnir með tvö stig í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
