Elton John, Julie Walters, Naomi Campbell, Rosie Huntington-Whiteley, James Bay og spjallþáttakóngurinn James Corden eru meðal fyrirsætna en það er hinn 13 ára gamli Romeo Beckham sem stelur senunni. Mario Testino var á bakvið myndavélina en sjónvarpsauglýsingin, sem fer í loftið í kvöld á samfélagsmiðlum Burberry, er leikstýrð af yfirhönnuði Burberry, Christopher Bailey.
Auglýsingin er til heiðurs söngleiknum Billy Elliot sem fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir en Elton John gerir einmitt tónlistina í söngleiknum og Julie Walters leik danskennarann eftirminnilega. Það útskýrir líka hvers vegna fyrirsætunnar eru hoppandi á öllum myndunum.





The Burberry Festive Film — Celebrating 15 Years of Billy ElliotIntroducing the Burberry festive film, celebrating 15 years of Billy ElliotStarring an all-British cast including Sir Elton John, Julie Walters, James Bay, Romeo Beckham, James Corden, Naomi Campbell, Rosie Huntington-Whiteley, George Ezra and Michelle Dockery
Posted by Burberry on Tuesday, November 3, 2015
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.